fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
Pressan

Fundu lík 3 ára stúlku í steypu og lík bróður hennar í ferðatösku

Pressan
Þriðjudaginn 20. febrúar 2024 22:30

Jesus og Yesenia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um helgina voru Corena Rose Minjarez, 36 ára, og Jesus Dominguez, 35 ára, handtekin í Pueblo í Colorado í Bandaríkjunum. Þau eru grunuð um að hafa myrt tvö ung börn Jesus.

Systkinin Jesus Jr, fimm ára, og Yesenia Dominguez, þriggja ára, sáust síðast á lífi sumarið 2018. Lögreglan hafði leitað þeirra síðan en það var ekki fyrr en nýlega sem leitin bar árangur.

Þá fannst lík Yesenia í steypuklumpi sem var geymdur í geymslu. Lík Jesus fannst í ferðatösku sem var í skotti bíls sem komið var með í brotajárnsvinnslu.

Fyrir aðeins viku sagði talsmaður lögreglunnar í Pueblo að ekkert hefði spurst til systkinanna síðan í júlí 2018.

Lík Yesenia fannst þegar eitt rýmið í Kings Storage var tæmt þann 20. janúar síðastliðinn vegna þess að leigan hafði ekki verið greidd. Gámur, fullur af steypu, var í rýminu og fannst lík Yesenia í steypunni.

Lögreglan yfirheyrði Dominguez og Minjarez í lok janúar.

Þann 6. febrúar leiddi rannsóknin lögregluna að brotajárnsvinnslu einni þar sem bíll, sem Minjarez hafði átt, hafði verið skilinn eftir. Lík Jesus Jr fannst í ferðatösku sem var í skotti bifreiðarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Segir flugöryggi ógnað

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Rekin úr vinstri flokki – Er í sambandi með hægri öfgamanni sem skipulagði hryðjuverk

Rekin úr vinstri flokki – Er í sambandi með hægri öfgamanni sem skipulagði hryðjuverk
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sögðu áhrifavaldinn hafa látist í hræðilegu slysi – Nú er sannleikurinn kominn í ljós

Sögðu áhrifavaldinn hafa látist í hræðilegu slysi – Nú er sannleikurinn kominn í ljós
Pressan
Fyrir 5 dögum

Verður leiddur fyrir aftökusveit á föstudag: Sagður vera stórskemmdur eftir áfengis- og eiturlyfjanotkun móður hans

Verður leiddur fyrir aftökusveit á föstudag: Sagður vera stórskemmdur eftir áfengis- og eiturlyfjanotkun móður hans
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þrettán ára piltur notaði ChatGTP til að skipuleggja morð á nágranna sínum

Þrettán ára piltur notaði ChatGTP til að skipuleggja morð á nágranna sínum
Pressan
Fyrir 6 dögum

Telja að ríkir Vesturlandabúar hafi tekið þátt í hrottalegum morðtúrisma sér til skemmtunar

Telja að ríkir Vesturlandabúar hafi tekið þátt í hrottalegum morðtúrisma sér til skemmtunar
Pressan
Fyrir 6 dögum

„Ég svaf hjá öðrum manni nóttina fyrir brúðkaupið og giftist samt“

„Ég svaf hjá öðrum manni nóttina fyrir brúðkaupið og giftist samt“