fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Pressan

Fundu 10.000 hluta úr fólki á landareign hans – Lögreglan er enn að bera kennsl á fórnarlömbin

Pressan
Sunnudaginn 18. febrúar 2024 22:00

Herb Baumeister

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Herb Baumeister, kvæntur þriggja barna faðir, virtist vera eðlilegur og farsæll maður, allt þar til mörg þúsund beinhlutar fundust á landareign hans í Indiana í Bandaríkjunum.

Það var 1996 sem lögreglan hóf uppgröft á landareign Baumeister og er óhætt að segja að þar hafi mikill hryllingur komið upp úr jörðinni. Um 10.000 beinhlutar úr karlmönnum.

Enn er unnið að því að bera kennsl á beinhlutana en lögreglan telur að Baumeister, sem lifði greinilega tvöföldu lífi, hafi pikkað karla upp á samkomustöðum homma þegar fjölskylda hans var að heiman. Hafi síðan farið með þá heim til sín þar sem hann myrti þá og gróf á landareigninni.

Tveimur árum áður en lögreglan hóf uppgröft á landareigninni fann 13 ára sonur Baumeister höfuðkúpu þar og sýndi móður sinni. Hún fann síðan restina af beinagrindinni og tók málið upp við eiginmann sinn sem sagði enga þörf á að vera með áhyggjur því beinagrindin væri frá læknaskóla og hafi faðir hans gefið honum hana en hann var svæfingalæknir. Eiginkonan tók þetta trúanlegt en vaknaði upp við vondan draum tveimur árum síðar þegar beinhlutar fundust á landareigninni. Lögreglan telur að um 25 fórnarlömb Baumeister hafi verið grafin á landareigninni.

Tæpum tveimur vikum eftir að uppgröfturinn hófst fyrirfór Baumeister sér. Hann var því aldrei ákærður. The Times segir að hann hafi skilið eftir kveðjubréf en hafi ekki minnst einu orði á morðin eða líkamsleifarnar í því.

Lögreglan hóf uppgröftinn eftir að eiginkona Baumeister sótti um skilnað og komst að því að eiginmaður hennar væri grunaður um hvarf margra karlmanna. Hún sagði lögreglunni þá frá höfuðkúpunni sem sonur hennar fann.

Lögreglan hefur náð að tengja Baumeister við níu fórnarlömb sem fundust grafin á landareigninni. Lögreglan telur einnig að Baumeister sé I-70 kyrkjarinn en hann myrti níu karlmenn og unglinga á níunda og tíunda áratugnum að sögn Indianapolis Star. Öll fórnarlömbin voru kyrkt. Lík þeirra fundust í skurðum og á afskekktum svæðum í Indiana og Ohio.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Beit tunguna af geranda sínum og sögð glæpamaðurinn – 41 ári seinna sigraði réttlætið

Beit tunguna af geranda sínum og sögð glæpamaðurinn – 41 ári seinna sigraði réttlætið
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Facebook-nauðgarinn“ laut í lægra haldi fyrir Netflix

„Facebook-nauðgarinn“ laut í lægra haldi fyrir Netflix
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skelfilegri Facebook-síðu loksins lokað

Skelfilegri Facebook-síðu loksins lokað
Pressan
Fyrir 4 dögum

Harmleikurinn í Lissabon: Skipti um sæti við eiginmanninn rétt fyrir slysið

Harmleikurinn í Lissabon: Skipti um sæti við eiginmanninn rétt fyrir slysið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Endurfundir Harry og Karls helmingi lengri en þeir síðustu – Lét falleg orð falla um föður sinn

Endurfundir Harry og Karls helmingi lengri en þeir síðustu – Lét falleg orð falla um föður sinn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fékk áfall þegar hún sá myndbandið í tölvu kærastans – „Þessi hræðilegi maður eyðilagði allt“

Fékk áfall þegar hún sá myndbandið í tölvu kærastans – „Þessi hræðilegi maður eyðilagði allt“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Segja spennu ríkja milli Trump og RFK og að forsetinn sé milli steins og sleggju

Segja spennu ríkja milli Trump og RFK og að forsetinn sé milli steins og sleggju