fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
Pressan

Alexei Navalny er látinn eftir að hafa „farið út í göngutúr“

Pressan
Föstudaginn 16. febrúar 2024 12:21

Alexei Navalny. Mynd: EPA-EFE/SERGEI ILNITSKY

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússneski stjórnarandstæðingurinn og einn helsti gagnrýnandi Vladimír Pútín Rússlandsforseta, Alexei Navalny, er látinn. Frá þessu greindu rússnesk fangelsismálayfirvöld í morgun.

Navalny afplánaði fangelsisdóm fyrir að skipuleggja og fjármagna starfsemi öfgasamtaka. Í febrúar 2022 var hann dæmdur í níu ára fangelsi og í ágúst síðastliðnum bættust nítján ár við dóminn. Mannréttindasamtök víða um heim höfðu gagnrýnt þá meðferð sem Navalny hlaut í Rússlandi.

Í frétt breska ríkisútvarpsins, BBC, kemur fram að Navalny hafi „liðið illa þegar hann fór í göngutúr“ í morgun og „fljótlega misst meðvitund“. Var hann fluttur á sjúkrahús þar sem endurlífgunartilraunir báru engan árangur.

Navalny var 47 ára gamall og hugðist bjóða sig fram gegn Pútín í forsetakosningunum 2018. Kjörnefnd heimilaði hins vegar ekki framboðið.

Navalny komst svo í fréttirnar árið 2020 þegar hann veiktist alvarlega í Síberíu vegna gruns um að eitrað hefði verið fyrir honum. Var honum flogið undir læknishendur til Þýskalands þar sem hann hlaut viðeigandi meðferð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Konur græða meira en karlmenn á jafn mikilli hreyfingu

Konur græða meira en karlmenn á jafn mikilli hreyfingu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakamál: Stúlkan sem hvarf á hrekkjavökunni

Sakamál: Stúlkan sem hvarf á hrekkjavökunni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Það sem virtist vera sorglegt umferðarslys breyttist í morðrannsókn – Lá í dái í þrjá mánuði og sagði lögreglu hvað gerðist

Það sem virtist vera sorglegt umferðarslys breyttist í morðrannsókn – Lá í dái í þrjá mánuði og sagði lögreglu hvað gerðist
Pressan
Fyrir 4 dögum

Efnuð hjón töldu sig hafa fundið draumabarnapíuna en hún reyndist vera þeirra versta martröð

Efnuð hjón töldu sig hafa fundið draumabarnapíuna en hún reyndist vera þeirra versta martröð
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ráðgáta í Tsjernóbíl: Flækingshundarnir orðnir bláir

Ráðgáta í Tsjernóbíl: Flækingshundarnir orðnir bláir
Pressan
Fyrir 6 dögum

Mættu til að handtaka fjölskylduföður fyrir alríkissvik – Höfðu ekki hugmynd um hryllinginn sem leyndist á heimilinu

Mættu til að handtaka fjölskylduföður fyrir alríkissvik – Höfðu ekki hugmynd um hryllinginn sem leyndist á heimilinu