fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025
Pressan

Stjórnmálamaður skotinn til bana á gatnamótum

Pressan
Mánudaginn 12. febrúar 2024 07:30

Lögreglumenn að störfum í Mexíkó.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á laugardaginn var mexíkóski stjórnmálamaðurinn Yair Martín Romero skotinn til bana í Morelos ríki í Mexíkó. Hann bætist þar með í hóp margra stjórnmálamanna sem hafa verið myrtir í landinu síðustu árin.

Óþekktir menn skutu hann og bróður hans á gatnamótum í bænum Ecatepec.

Í aðdraganda þingkosninganna 2021 voru nokkrir stjórnmálamenn, sem voru í framboði, myrtir.

Kosið verður til þings í Mexíkó í júní og var Romero í framboði fyrir Morena, sem er stjórnarflokkur landsins þetta kjörtímabilið.

Á laugardaginn var Jorge Antonio Monreal Martínez einnig skotinn til bana í Fresnillo í Zacatecas ríki að sögn dómsmálaráðherra ríkisins. Hann var frændi David Monreal, ríkisstjóra ríkisins. Nokkrum dögum áður var mágur ríkisstjórans einnig myrtur.

Zacatecas, sem er í miðhluta landsins, hefur árum saman verið einn af helstu vígvöllum blóðugs uppgjörs á milli eiturlyfjahringja.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Uppþot á þingi í Ástralíu eftir að þingkona mætti í búrku – „Ef þið viljið ekki sjá mig í þessu – bannið búrkuna“

Uppþot á þingi í Ástralíu eftir að þingkona mætti í búrku – „Ef þið viljið ekki sjá mig í þessu – bannið búrkuna“
Pressan
Í gær

Gerandi í Slender Man-árásinni hrottalegu strauk af áfangaheimili

Gerandi í Slender Man-árásinni hrottalegu strauk af áfangaheimili
Pressan
Fyrir 2 dögum

Skilnaður tók á sig ótrúlega mynd – Ásakanir um glæp í himingeimnum

Skilnaður tók á sig ótrúlega mynd – Ásakanir um glæp í himingeimnum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Táningsstúlka fór fram á þunga refsingu fyrir móður sína

Táningsstúlka fór fram á þunga refsingu fyrir móður sína
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sagðist hafa orðið fyrir hrottalegri árás vegna stjórnmálaskoðana en ekki var allt sem sýndist – „Trump hóra“ 

Sagðist hafa orðið fyrir hrottalegri árás vegna stjórnmálaskoðana en ekki var allt sem sýndist – „Trump hóra“ 
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tekinn af lífi 37 árum eftir hrottalegt morð á yfirmanni sínum

Tekinn af lífi 37 árum eftir hrottalegt morð á yfirmanni sínum