fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Pressan

Vísindamenn smökkuðu sig áfram til að finna hinn fullkomna mat fyrir geimferðir

Pressan
Sunnudaginn 11. febrúar 2024 18:30

Geimfarar glíma margir hverjir við höfuðverk.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það getur verið erfitt að tryggja að maður borði hollan og góðan mat hér á jörðinni og fái öll nauðsynleg næringarefni og það er enn erfiðara að gera það úti í geimnum, sérstaklega þegar kemur að löngum ferðum.

Góður árangur hefur náðst á síðustu árum við að rækta grænmeti í Alþjóðlegu geimstöðinni en það er allt annað en auðvelt að rækta grænmeti úti í geimnum og hvert einasta gramm af mat, sem er tekið með í geimför, bætist við þyngd þeirra og hefur áhrif á flug þeirra.

Live Science segir að vísindamenn hafi nýlega rannsakað hvaða næringarríku og ummálslitlu máltíðir henti fyrir langar geimferðir, til dæmis ferð til Mars. Þessar máltíðir þurfa að fullnægja næringarþörf geimfara og bragðast betur en þær máltíðir sem nú er boðið upp á í geimferðum.

Þeir gerðu tilraunir með 10 máltíðir til að sjá hverjar væru bestar fyrir karlkyns geimfara. Ætlunin er síðan að laga máltíðirnar að kvenkyns geimförum í framtíðinni. Besta máltíðin mun sjá til þess að geimfarar fá allar þær hitaeiningar og fjölbreyttu næringarefni sem þeir þurfa á ferðum sínum um geiminn, auk þess sem grænmeti verður ræktað í geimnum með lágmarksvatnsnotkun.

Þegar upp var staðið reyndist besta geimmáltíðin vera kjarnkálssalat að því er fram kemur í rannsókninni sem hefur verið birt í ACS Food Science & Technology. Höfundar rannsóknarinnar skrifa í henni að þetta sé mikilvægt skref varðandi það að gera langar geimferðir fýsilegar, til dæmis ferðir til Mars.

Næringarþörf geimfara er önnur en þeirra sem dvelja á jörðinni. Ástæðan er að geimfarar standa frammi fyrir mörgum streituvöldum, til dæmis titringi í geimfarinu, hávaða, þyngdarleysi, geimgeislum og miklum hitabreytingum. Niðurstöður rannsóknar benda til að karlkyns geimfari verði að borða um 1,2 kg af mat á dag til að viðhalda líkamsþyngd sinni og orku. Þessi matur þarf að innihalda rúmlega tvöfalt meira magn af kolvetni og prótíni en meðalmaðurinn þarf hér á jörðinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakamál: Myrti fjölskylduna og bað síðan um að fá að fara heim

Sakamál: Myrti fjölskylduna og bað síðan um að fá að fara heim
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru
Pressan
Fyrir 5 dögum

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri