fbpx
Föstudagur 17.október 2025
Pressan

4.000 ára gamall veggur gegndi ákveðnu hlutverki

Pressan
Laugardaginn 10. febrúar 2024 07:30

Svona gæti veggurinn hafa litið út. Mynd:Khaybar LDAP, M. Bussy & G. Charloux, CC Attribution 4.0 International

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fólk, sem bjó þar sem nú er Sádí-Arabía, reisti 14,5 kílómetra langan vegg við Khaybar Oasis og stendur veggurinn enn. Hann liggur í kringum Khaybar vinina.

Veggurinn var 14,5 km í upphafi og náði í kringum Khaybar vinina. Hann var um 5 metrar á hæð og 1,7 til 2,4 metrar á breidd.

Á veggnum voru 180 varðstöðvar. Rannsóknir hafa leitt í ljós að veggurinn var reistur á árunum 2250 til 1950 fyrir Krist. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem hefur verið birt í vísindaritinu Journal of Archaelogical Science: Reports.

Talið er að veggurinn hafi verið notaður í nokkrar aldir áður en notkun hans var hætt. Í dag er um 5,9 km eftir af veggnum og 74 af varðstöðvunum.

Líklega lágu nokkrar ástæður að baki byggingu veggsins. Ein þeirra er að hann hafi verið notaður til að verjast árásum hirðingja. Þetta sagði Guillaume Charloux, aðalhöfundur rannsóknarinnar, við Live Science.

Í rannsókninni kemur einnig fram að fólkið sem reisti vegginn hafi hugsanlega einnig notað hann til að marka yfirráðasvæði sitt og vernda sig gegn skyndiflóðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Gekk á milli lækna en enginn vissi hvað var að – Fékk svarið þegar hann lýsti einkennunum fyrir gervigreindinni

Gekk á milli lækna en enginn vissi hvað var að – Fékk svarið þegar hann lýsti einkennunum fyrir gervigreindinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svikakvendi sem rændi 40 milljónum af aldraðri konu sagt dveljast á Tenerife

Svikakvendi sem rændi 40 milljónum af aldraðri konu sagt dveljast á Tenerife
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hjálpaði Ed Gein við leitina að Ted Bundy? – Sannleikurinn á bak við Skrímslið

Hjálpaði Ed Gein við leitina að Ted Bundy? – Sannleikurinn á bak við Skrímslið
Pressan
Fyrir 5 dögum

Gömul ritgerð eftir varnarmálaráðherra vekur athygli

Gömul ritgerð eftir varnarmálaráðherra vekur athygli