fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
Pressan

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“

Pressan
Sunnudaginn 8. desember 2024 07:30

Heilinn er magnaður. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mannsheilinn getur greint grunnbyggingu skrifaðs tungumáls um leið og litið er á það. Þetta gerir okkur kleift að taka hratt við því mikla magni upplýsinga sem snjallsímar dæla í okkur.

Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknar að sögn Live Science sem segir að vísindamenn hafi mælt heilastarfsemi 36 sjálfboðaliða. Í ljós hafi komið að fólkið gat greint grundvallaruppbyggingu setningar á 125 millisekúndum en það er um það bil sá tími sem það tekur að blikka auga.

Þetta þýðir að fólk getur unnið úr orðum jafn hratt og það vinnur úr sjónrænni upplifun. Þetta er hæfileiki sem gerir okkur kleift að fylgjast stöðugt með og takast á við umheiminn.

Rannsóknin, sem hefur verið birt í vísindaritinu Science Advances, gæti hjálpað til við að varpa ljósi á hvernig heilinn les úr tungumálum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Auðug móðir hvarf ásamt tveimur unglingsstúlkum í Yosemite þjóðgarðinum — Raðmorðinginn sendi teiknað kort til lögreglunnar

Auðug móðir hvarf ásamt tveimur unglingsstúlkum í Yosemite þjóðgarðinum — Raðmorðinginn sendi teiknað kort til lögreglunnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

5 hlutir sem þú ættir að henda strax af baðinu

5 hlutir sem þú ættir að henda strax af baðinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fyrsta gervigreindarvélmenni Rússa afhjúpað – Tók þrjú skref og datt svo á andlitið

Fyrsta gervigreindarvélmenni Rússa afhjúpað – Tók þrjú skref og datt svo á andlitið
Pressan
Fyrir 5 dögum

Epstein-málið veldur enn einu fjaðrafokinu – Níðingurinn baktalaði forsetann hressilega í tölvupóstum

Epstein-málið veldur enn einu fjaðrafokinu – Níðingurinn baktalaði forsetann hressilega í tölvupóstum