fbpx
Laugardagur 13.september 2025
Pressan

Talíbanar banna konum að sækja ljósmóðurnám

Pressan
Fimmtudaginn 5. desember 2024 06:30

Afganskar konur og stúlkur eiga ekki allar gott líf. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýjasta kúgunarútspil Talíbana í Afganistan er að banna konum að mennta sig sem ljósmæður. Ljósmóðurnemendum hafa verið gefin fyrirmæli um að þær megi ekki lengur mæta í skólann en þær hafa hvatt leiðtoga Talíbana til að snúa þessari ákvörðun við.

The Independent skýrir frá þessu og hefur eftir talsmanni Human Rights Watch samtakanna að þetta muni verða til þess að konur og stúlkur látist í enn meiri mæli af barnsförum.

Heimildarmenn í heilbrigðisráðuneyti Talíbana sögðu BBC Radio4 að þeir hafi fengið fyrirmæli um að loka fyrir alla heilbrigðismenntun fyrir konur þar til annað verður tilkynnt. Nokkrir ljósmæðraskólar víða um Afganistan staðfestu við BBC að bannið sé í gildi.

Heather Barr, forstjóri kvennréttindadeildar Human Rights Watch, sagði í samtali við The Independent að með þessu væri verið að loka einni af örfáum smugum sem enn voru eftir hvað varðar bann Talíbana við að konur og stúlkur mennti sig. Hún sagði að þetta muni verða til þess að konur og stúlkur látist því Talíbanar hafi lagt blátt bann við að karlkyns heilbrigðisstarfsmenn annist konur og stúlkur og nú séu þeir að loka á aðgang þeirra að kvenkyns heilbrigðisstarfsfólki.

Afganistan er meðal þeirra landa þar sem dánartíðni af völdum barnsfara er hæst í heiminum. Talið er að á tveggja klukkustunda fresti látist afgönsk kona af barnsförum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Endurfundir Harry og Karls helmingi lengri en þeir síðustu – Lét falleg orð falla um föður sinn

Endurfundir Harry og Karls helmingi lengri en þeir síðustu – Lét falleg orð falla um föður sinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Er þetta maðurinn sem skaut Charlie?

Er þetta maðurinn sem skaut Charlie?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Segja spennu ríkja milli Trump og RFK og að forsetinn sé milli steins og sleggju

Segja spennu ríkja milli Trump og RFK og að forsetinn sé milli steins og sleggju
Pressan
Fyrir 3 dögum

Á yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi eftir að hún skráði hundinn sinn á kjörskrá

Á yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi eftir að hún skráði hundinn sinn á kjörskrá
Pressan
Fyrir 4 dögum

Forsætisráðherrann og fleiri segja af sér vegna banvænna mótmæla – Samfélagsmiðlabanninu aflétt

Forsætisráðherrann og fleiri segja af sér vegna banvænna mótmæla – Samfélagsmiðlabanninu aflétt
Pressan
Fyrir 4 dögum

Birta myndir af felustaðnum

Birta myndir af felustaðnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stjörnulæknir sakaður um að hafa „drepið“ sjúklinga bara til að geta svo endurlífgað þá – 18 lifðu en 12 létust

Stjörnulæknir sakaður um að hafa „drepið“ sjúklinga bara til að geta svo endurlífgað þá – 18 lifðu en 12 létust
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stal bolta af afmælisbarni og keppir nú við derhúfumanninn um titilinn „hataðasta manneskja Internetsins“

Stal bolta af afmælisbarni og keppir nú við derhúfumanninn um titilinn „hataðasta manneskja Internetsins“