fbpx
Mánudagur 13.október 2025
Pressan

Talíbanar banna konum að sækja ljósmóðurnám

Pressan
Fimmtudaginn 5. desember 2024 06:30

Afganskar konur og stúlkur eiga ekki allar gott líf. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýjasta kúgunarútspil Talíbana í Afganistan er að banna konum að mennta sig sem ljósmæður. Ljósmóðurnemendum hafa verið gefin fyrirmæli um að þær megi ekki lengur mæta í skólann en þær hafa hvatt leiðtoga Talíbana til að snúa þessari ákvörðun við.

The Independent skýrir frá þessu og hefur eftir talsmanni Human Rights Watch samtakanna að þetta muni verða til þess að konur og stúlkur látist í enn meiri mæli af barnsförum.

Heimildarmenn í heilbrigðisráðuneyti Talíbana sögðu BBC Radio4 að þeir hafi fengið fyrirmæli um að loka fyrir alla heilbrigðismenntun fyrir konur þar til annað verður tilkynnt. Nokkrir ljósmæðraskólar víða um Afganistan staðfestu við BBC að bannið sé í gildi.

Heather Barr, forstjóri kvennréttindadeildar Human Rights Watch, sagði í samtali við The Independent að með þessu væri verið að loka einni af örfáum smugum sem enn voru eftir hvað varðar bann Talíbana við að konur og stúlkur mennti sig. Hún sagði að þetta muni verða til þess að konur og stúlkur látist því Talíbanar hafi lagt blátt bann við að karlkyns heilbrigðisstarfsmenn annist konur og stúlkur og nú séu þeir að loka á aðgang þeirra að kvenkyns heilbrigðisstarfsfólki.

Afganistan er meðal þeirra landa þar sem dánartíðni af völdum barnsfara er hæst í heiminum. Talið er að á tveggja klukkustunda fresti látist afgönsk kona af barnsförum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Vilhjálmur klökkur í erfiðu samtali

Vilhjálmur klökkur í erfiðu samtali
Pressan
Fyrir 2 dögum

Veiktist illa eftir að hafa tekið sopa af víninu – Nú hefur eiginkonan verið handtekin

Veiktist illa eftir að hafa tekið sopa af víninu – Nú hefur eiginkonan verið handtekin
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hrollvekjandi skilaboð eltihrellis sem segist vera Madeleine McCann opinberuð – „Kæra mamma“

Hrollvekjandi skilaboð eltihrellis sem segist vera Madeleine McCann opinberuð – „Kæra mamma“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Billjónamæringur afneitar syni sínum með köldum skilaboðum

Billjónamæringur afneitar syni sínum með köldum skilaboðum
Pressan
Fyrir 6 dögum

Trump lætur Gretu Thunberg heyra það: „Hún ætti að fara til læknis“

Trump lætur Gretu Thunberg heyra það: „Hún ætti að fara til læknis“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Martröð í tvö ár: Hefur ekki hugmynd um hvort sonur hennar sé lífs eða liðinn

Martröð í tvö ár: Hefur ekki hugmynd um hvort sonur hennar sé lífs eða liðinn