fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
Pressan

Brúðkaupið breyttist í martröð – Nú hefur dómur verið kveðinn upp yfir ölvaða ökumanninum

Pressan
Þriðjudaginn 3. desember 2024 08:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jamie Lee Komorski, 27 ára kona, hefur verið dæmd í 25 ára fangelsi fyrir að valda dauða Samönthu Miller, örfáum klukkustundum eftir að hún gekk í hjónaband með eiginmanni sínum Aric Hutchinson þann 28. apríl á síðasta ári.

Samantha og Aric fóru í golfbíl þegar þau yfirgáfu veisluna en ekki vildi betur til en svo að ölvaður ökumaður ók á golfbílinn með þeim afleiðingum að Samantha lést og Aric slasaðist alvarlega.

Samantha var enn í brúðarkjólnum þegar hún var úrskurðuð látin á sjúkrahúsi og tvísýnt var hvort Aric myndi lifa slysið af.

Jamie Lee hafði verið á pöbbarölti áður en hún settist undir stýri en auk þess að aka ölvuð ók hún á allt að þreföldum leyfilegum hámarkshraða þar sem slysið varð.

Dómarinn í málinu nýtti sér refsirammann til fulls þegar dómur var kveðinn upp í gær.

Greint var frá því í sumar að Aric hefði höfðað mál gegn þremur börum sem seldu Jamie áfengi þetta örlagaríka kvöld, en sannað þótti að þeir hefðu haldið áfram að selja Jamie áfengi þó að hún hefði verið áberandi ölvuð þetta kvöld.

Samkomulag náðist í málinu í sumar og samþykktu staðirnir að greiða Aric 860 þúsund dollara, um 120 milljónir króna, í bætur gegn því að fallið yrði frá frekari málsókn.

Brúðkaupið breyttist í martröð – Brúðguminn fær milljónir í bætur

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Fyrsta gervigreindarvélmenni Rússa afhjúpað – Tók þrjú skref og datt svo á andlitið

Fyrsta gervigreindarvélmenni Rússa afhjúpað – Tók þrjú skref og datt svo á andlitið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Epstein-málið veldur enn einu fjaðrafokinu – Níðingurinn baktalaði forsetann hressilega í tölvupóstum

Epstein-málið veldur enn einu fjaðrafokinu – Níðingurinn baktalaði forsetann hressilega í tölvupóstum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Átti erfitt með að halda aftur af tárunum þegar hann flutti erfiðustu opnunarræðu ferils síns

Átti erfitt með að halda aftur af tárunum þegar hann flutti erfiðustu opnunarræðu ferils síns
Pressan
Fyrir 5 dögum

Umdeildur rappari í haldi lögreglu eftir að áhrifavaldur fannst látinn í baðkari

Umdeildur rappari í haldi lögreglu eftir að áhrifavaldur fannst látinn í baðkari
Pressan
Fyrir 1 viku

Fór út um morguninn að bera út blaðið og kom svo að fjölskyldu sinni látinni – Martröðin var samt bara rétt að byrja

Fór út um morguninn að bera út blaðið og kom svo að fjölskyldu sinni látinni – Martröðin var samt bara rétt að byrja
Pressan
Fyrir 1 viku

Ráðgáta í Frakklandi: Var að grafa fyrir sundlaug við heimili sitt þegar hann datt í lukkupottinn

Ráðgáta í Frakklandi: Var að grafa fyrir sundlaug við heimili sitt þegar hann datt í lukkupottinn