fbpx
Þriðjudagur 28.október 2025
Pressan

Brúðkaupið breyttist í martröð – Nú hefur dómur verið kveðinn upp yfir ölvaða ökumanninum

Pressan
Þriðjudaginn 3. desember 2024 08:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jamie Lee Komorski, 27 ára kona, hefur verið dæmd í 25 ára fangelsi fyrir að valda dauða Samönthu Miller, örfáum klukkustundum eftir að hún gekk í hjónaband með eiginmanni sínum Aric Hutchinson þann 28. apríl á síðasta ári.

Samantha og Aric fóru í golfbíl þegar þau yfirgáfu veisluna en ekki vildi betur til en svo að ölvaður ökumaður ók á golfbílinn með þeim afleiðingum að Samantha lést og Aric slasaðist alvarlega.

Samantha var enn í brúðarkjólnum þegar hún var úrskurðuð látin á sjúkrahúsi og tvísýnt var hvort Aric myndi lifa slysið af.

Jamie Lee hafði verið á pöbbarölti áður en hún settist undir stýri en auk þess að aka ölvuð ók hún á allt að þreföldum leyfilegum hámarkshraða þar sem slysið varð.

Dómarinn í málinu nýtti sér refsirammann til fulls þegar dómur var kveðinn upp í gær.

Greint var frá því í sumar að Aric hefði höfðað mál gegn þremur börum sem seldu Jamie áfengi þetta örlagaríka kvöld, en sannað þótti að þeir hefðu haldið áfram að selja Jamie áfengi þó að hún hefði verið áberandi ölvuð þetta kvöld.

Samkomulag náðist í málinu í sumar og samþykktu staðirnir að greiða Aric 860 þúsund dollara, um 120 milljónir króna, í bætur gegn því að fallið yrði frá frekari málsókn.

Brúðkaupið breyttist í martröð – Brúðguminn fær milljónir í bætur

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Segir þetta valda frjósemisvanda Pólverja og að ekki sé hægt að leysa hann með peningum

Segir þetta valda frjósemisvanda Pólverja og að ekki sé hægt að leysa hann með peningum
Pressan
Í gær

Trump hækkar tolla á Kanada út af auglýsingu

Trump hækkar tolla á Kanada út af auglýsingu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Geta karlar fengið fæðingarþunglyndi?

Geta karlar fengið fæðingarþunglyndi?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lofuðu að afhjúpa gagnrýnendur Charlie Kirk en stálu svo milljónum af MAGA-liðum

Lofuðu að afhjúpa gagnrýnendur Charlie Kirk en stálu svo milljónum af MAGA-liðum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kynbomban segir sögusagnir um andlát sitt ótímabærar – „Mér líður vel“

Kynbomban segir sögusagnir um andlát sitt ótímabærar – „Mér líður vel“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Andrés prins var með starfsmannanet til að veiða konur til kynlífs – Hann var með týpu

Andrés prins var með starfsmannanet til að veiða konur til kynlífs – Hann var með týpu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Morðinginn vill ekki greiða fjölskyldum fórnarlamba sinna meira – Segir þær hafa fengið nóg úr GoFundMe-söfnun

Morðinginn vill ekki greiða fjölskyldum fórnarlamba sinna meira – Segir þær hafa fengið nóg úr GoFundMe-söfnun
Pressan
Fyrir 5 dögum

Andrés Bretaprins á ekki sjö dagana sæla – Fyrrum diplómati bendir á framferði hans í Tælandsferðum

Andrés Bretaprins á ekki sjö dagana sæla – Fyrrum diplómati bendir á framferði hans í Tælandsferðum