fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
Pressan

Sumar ítalskar tómatvörur eru ekki allar þar sem þær eru séðar

Pressan
Fimmtudaginn 5. desember 2024 21:30

Sumir ítalskir tómatframleiðendur hafa rangt við og blekkja neytendur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rannsókn sem breska ríkisútvarpið BBC gerði leiddi í ljós að kínverskir tómatar eru notaðir í vörur sem eru seldar sem „ítalskar“. Stærsti hlutinn af kínversku tómatauppskerunni kemur frá Xinjiang-héraðinu en mörg vestræn samtök telja að starfsfólkið í tómataræktuninni þar búi við afar slæman aðbúnað og kjör. Sameinuðu þjóðirnar telja sig einnig hafa fundið sannanir fyrir að yfirvöld pynti íbúa í héraðinu og láti þá vinna nauðungarvinnu.

BBC fékk ástralska fyrirtækið Source Certain til að rannsaka tómatvörur. Fyrirtækið sérhæfir sig í að rannsaka uppruna margvíslegra vara, aðallega matvæla.

Fyrirtækið fann 17 vörutegundir sem innihéldu kínverska tómata. 64 vörutegundir voru teknar til rannsóknar en þær eru seldar í Bandaríkjunum, Bretlandi og Þýskalandi.

Nafnið Antonio Petti kom oft upp í rannsókninni en það forvinnur tómata á Ítalíu. Source Certains segir að fyrirtækið hafi fengið rúmlega 36 milljónir kíló af „tómatpasta“ frá kínverska fyrirtækinu Xinjiang Guannong og dótturfélögum þess á árunum 2020 til 2023.

Í vörum frá leiðandi fyrirtækjum á borð við Mutti og Napolina fundust engin ummerki um kínverska tómata.

Eins og áður sagði þá fundust ummerki um kínverska tómata í 17 vörutegundum, þar af voru 10 frá Antonio Petti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Setti Repúblikanaflokkinn á hliðina með viðtali við umdeildan áhrifavald og er nú kallaður heigull

Setti Repúblikanaflokkinn á hliðina með viðtali við umdeildan áhrifavald og er nú kallaður heigull
Pressan
Fyrir 2 dögum

Birta hrollvekjandi myndband af flugslysinu í Kentucky

Birta hrollvekjandi myndband af flugslysinu í Kentucky
Pressan
Fyrir 3 dögum

Telja sig vita hvert Andrés fyrrum Bretaprins ætli að flýja eftir fjölmiðlafárið

Telja sig vita hvert Andrés fyrrum Bretaprins ætli að flýja eftir fjölmiðlafárið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Nýjasta tækið í vopnabúri Pútíns vekur óhug

Nýjasta tækið í vopnabúri Pútíns vekur óhug