fbpx
Þriðjudagur 23.desember 2025
Pressan

Þessar venjur laða skordýr að heimilinu

Pressan
Sunnudaginn 1. desember 2024 21:30

Kakkalakkar. Myndin er úr safni og tengist frétt ekki með beinum hætti.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Við höfum örugglega öll lent í því að vera inni í eldhúsi að fá okkur kaffi eða sýsla eitthvað þegar við sáum skordýr hlaupa yfir borðið.

Þá vaknar auðvitað spurningin af hverju skordýrið ákvað að koma heim til okkar, nú eða þá hvaðan það kom. John D‘Abruzzo, svæðisstjóri hjá Truly Nolen meindýraeyðingarfyrirtækinu í Flórída, segir að ástæðan fyrir þessu geti verið að þú gerir eitthvað rangt.

Hann segir að fólk þurfi að vita að öll skordýr hafi þrjár grunnþarfir: vatn, mat og skjól. „Að fjarlæga einn af þessum grunnþáttum getur dregið mjög úr skordýravandanum í og við húsið,“ sagði hann í samtali við Real Simple.

Hann sagði að þótt það sé útilokað að útrýma öllum maurum, mýflugum eða kakkalökkum á heimilinu, þá séu til nokkrar aðferðir til að koma í veg fyrir að þessi skordýr, og önnur, laðist að heimili þínu.

Þú lætur mat standa uppi á borði – Það lítur auðvitað vel út að hafa ávexti í skál á borðinu eða brauð. En ef þú sérð að það eru komin skordýr í húsið, þá gæti ástæðan verið að þessi matvæli laði þau að.

Þú þrífur eldhúsið ekki þegar eldamennskunni er lokið – Það getur auðvitað verið lýjandi að elda mat og þú hefur kannski ekki orku til að ganga almennilega frá að eldamennskunni lokinni. En ef þú gefur þér bara tvær eða þrjár mínútur til að þrífa borðplöturnar og eldhústækin, þá ertu komin langa leið með að halda skordýrum fjarri.

Þú ferð ekki út með ruslið – Það krefst vinnu að halda heimilinu hreinu og í góðu standi. Eitt af því sem þarf að gera er að fara reglulega út með ruslið. Ef þú gerir það ekki, þá getur það laðað skordýr að sér. Kakkalakkar laðast sérstaklega að því. Þeir virðast hafa náð að taka sér bólfestu hér á landi og því mikið til vinnandi að halda þeim frá heimilinu.

Óþéttir gluggar og dyr – Ef gluggar og dyr eru ekki nægilega þétt, þá er leiðin inn í húsið greiðfær fyrir skordýr.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Maðurinn er fundinn
Pressan
Í gær

Köttur sem týndist í fellibylnum Helene sameinaðist fjölskyldu sinni á undraverðan hátt eftir 443 dag – „Jólakraftaverk“

Köttur sem týndist í fellibylnum Helene sameinaðist fjölskyldu sinni á undraverðan hátt eftir 443 dag – „Jólakraftaverk“
Pressan
Í gær

Svona sá spákonan Baba Vanga fyrir sér árið 2026 – Stórtíðindi í nóvember?

Svona sá spákonan Baba Vanga fyrir sér árið 2026 – Stórtíðindi í nóvember?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þríeykið bar grímur og andlitsmálningu — Hófu skothríð í matvöruverslunum og drápu 28 manns

Þríeykið bar grímur og andlitsmálningu — Hófu skothríð í matvöruverslunum og drápu 28 manns
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segir að margir ungir Bandaríkjamenn séu annaðhvort of feitir eða heimskir fyrir herinn

Segir að margir ungir Bandaríkjamenn séu annaðhvort of feitir eða heimskir fyrir herinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Enn einn fanginn tekinn af lífi í Bandaríkjunum

Enn einn fanginn tekinn af lífi í Bandaríkjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hlógu þegar þeir óku viljandi aftan á reiðhjólamann – Dæmdir í vikunni og hlógu ekki þá

Hlógu þegar þeir óku viljandi aftan á reiðhjólamann – Dæmdir í vikunni og hlógu ekki þá
Pressan
Fyrir 5 dögum

25 ár frá dauða Kirsty MacColl: Fyrrverandi eiginmaður sakar milljarðamæring um yfirhylmingu

25 ár frá dauða Kirsty MacColl: Fyrrverandi eiginmaður sakar milljarðamæring um yfirhylmingu