fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
Pressan

Skiluðu tugum stolinna lúxusbíla til Bretlands

Pressan
Föstudaginn 8. nóvember 2024 04:30

Bílarnir umræddu. Mynd:Lögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega voru 35 lúxusbílar sendir frá Taílandi til Bretlands. Þar með lauk átta ára rannsókn lögreglunnar. Bílunum var stolið og þeir fluttir til Taílands.

Meðal bílanna eru Range Rover, Porche, Mercedes, BMW og Lamborhini. Heildarverðmæti þeirra er sem svarar til um 1,2 milljarða íslenskra króna.

Sky News segir að samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni þá hafi bílarnir verið teknir á kaupleigu hjá bílasölum víða um Bretland á árunum 2016 til 2017. En „leigutakarnir“ höfðu ekki í hyggju að greiða mikið fyrir bílana því þeir fluttu þá til Taílands.

Eftir átta ára rannsókn tókst lögreglunni með aðstoð taílenskra yfirvalda að hafa uppi á bílunum í Bangkok. Nokkrir voru handteknir í Taílandi í tengslum við málið.

Bílarnir eru nú í vöruskemmu í Southampton og bíða þess að verða afhentir bílasölunum sem misstu þá fyrir mörgum árum.

Þrettán manns hafa verið ákærð fyrir aðild að þjófnuðunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Setti Repúblikanaflokkinn á hliðina með viðtali við umdeildan áhrifavald og er nú kallaður heigull

Setti Repúblikanaflokkinn á hliðina með viðtali við umdeildan áhrifavald og er nú kallaður heigull
Pressan
Fyrir 3 dögum

Birta hrollvekjandi myndband af flugslysinu í Kentucky

Birta hrollvekjandi myndband af flugslysinu í Kentucky
Pressan
Fyrir 4 dögum

Telja sig vita hvert Andrés fyrrum Bretaprins ætli að flýja eftir fjölmiðlafárið

Telja sig vita hvert Andrés fyrrum Bretaprins ætli að flýja eftir fjölmiðlafárið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Nýjasta tækið í vopnabúri Pútíns vekur óhug

Nýjasta tækið í vopnabúri Pútíns vekur óhug