fbpx
Þriðjudagur 02.desember 2025
Pressan

Grafreiturinn var notaður í 800 ár – Nær eingöngu karlar eru í honum og þeir voru allir skyldir

Pressan
Sunnudaginn 3. nóvember 2024 13:30

Mynd frá uppgreftrinum. Mynd:Henri Duday

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á 800 árum nýttu steinaldarmenn grafreit einn í Frakklandi til að jarðsetja karlmenn úr sömu ættinni. Rannsókn á DNA úr beinagrindum, sem fundust í grafreitnum, sýna að flestir hinna látnu voru úr sömu ættinni.

Þessi uppgötvun varpar ljósi á hversu miklu máli ættartengsl skiptu í samfélagsuppbyggingunni fyrir um 5.000 árum.

Grafreiturinn er í Aven de la Boucle, sem er kalkhellir í suðurhluta Frakklands. Þar fundust líkamsleifar 75 einstaklinga. Flestir þeirra voru fullorðnir þegar þeir létust. Vísindamenn rannsökuðu erfðamengi 37 þeirra og aldursgreindu. Þetta kemur fram í rannsókn sem hefur verið birt í vísindaritinu Proceedings of the Royal Society B.

Vísindamennirnir uppgötvuðu að fólkið var jarðsett á milli 3600 og 2800 fyrir Krist og að 76% hinna jarðsettu voru karlar. Flestir þeirra úr sömu ættinni.

Þessi uppgötvun bendir til að félagsleg staða gæti hafa erfst í karllegg og að þetta hafi valdið því að karlar voru frekar jarðsettir í grafreitnum en konur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Magnað góðverk mannsins sem vann einn stærsta lottóvinning í sögu Bretlands

Magnað góðverk mannsins sem vann einn stærsta lottóvinning í sögu Bretlands
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bróðurdóttir Trumps segir tvennt útskýra framkomu frænda hennar í garð fjölmiðlakvenna

Bróðurdóttir Trumps segir tvennt útskýra framkomu frænda hennar í garð fjölmiðlakvenna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stórfurðulegt mál vekur reiði í Frakklandi – Mannauðsstjóri ráðuneytis laumaði þvagræsandi lyfjum í kaffi kvenna sem komu í atvinnuviðtal

Stórfurðulegt mál vekur reiði í Frakklandi – Mannauðsstjóri ráðuneytis laumaði þvagræsandi lyfjum í kaffi kvenna sem komu í atvinnuviðtal
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hann hélt áfram að brjóta á stelpum eftir að mál hennar var fellt niður

Hann hélt áfram að brjóta á stelpum eftir að mál hennar var fellt niður
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þrír bræður fóru í veiðiferð en aðeins einn kom heim – Skelfileg sjón blasti við lögreglu

Þrír bræður fóru í veiðiferð en aðeins einn kom heim – Skelfileg sjón blasti við lögreglu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Reiði á Ítalíu eftir óhugnanlegt nauðgunarmál – Ráðherra vill láta gelda mennina

Reiði á Ítalíu eftir óhugnanlegt nauðgunarmál – Ráðherra vill láta gelda mennina
Pressan
Fyrir 6 dögum

Vara eindregið við fjölkærum samböndum

Vara eindregið við fjölkærum samböndum
Pressan
Fyrir 6 dögum

Gift kona sökuð um kynferðislega áreitni í gufubaði á Mallorca

Gift kona sökuð um kynferðislega áreitni í gufubaði á Mallorca