fbpx
Miðvikudagur 24.desember 2025
Pressan

Grafreiturinn var notaður í 800 ár – Nær eingöngu karlar eru í honum og þeir voru allir skyldir

Pressan
Sunnudaginn 3. nóvember 2024 13:30

Mynd frá uppgreftrinum. Mynd:Henri Duday

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á 800 árum nýttu steinaldarmenn grafreit einn í Frakklandi til að jarðsetja karlmenn úr sömu ættinni. Rannsókn á DNA úr beinagrindum, sem fundust í grafreitnum, sýna að flestir hinna látnu voru úr sömu ættinni.

Þessi uppgötvun varpar ljósi á hversu miklu máli ættartengsl skiptu í samfélagsuppbyggingunni fyrir um 5.000 árum.

Grafreiturinn er í Aven de la Boucle, sem er kalkhellir í suðurhluta Frakklands. Þar fundust líkamsleifar 75 einstaklinga. Flestir þeirra voru fullorðnir þegar þeir létust. Vísindamenn rannsökuðu erfðamengi 37 þeirra og aldursgreindu. Þetta kemur fram í rannsókn sem hefur verið birt í vísindaritinu Proceedings of the Royal Society B.

Vísindamennirnir uppgötvuðu að fólkið var jarðsett á milli 3600 og 2800 fyrir Krist og að 76% hinna jarðsettu voru karlar. Flestir þeirra úr sömu ættinni.

Þessi uppgötvun bendir til að félagsleg staða gæti hafa erfst í karllegg og að þetta hafi valdið því að karlar voru frekar jarðsettir í grafreitnum en konur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

29 börn hurfu af götum Atlanta – Einn maður var ákærður en fjölskyldurnar segja réttlætinu ekki fullnægt

29 börn hurfu af götum Atlanta – Einn maður var ákærður en fjölskyldurnar segja réttlætinu ekki fullnægt
Pressan
Fyrir 3 dögum

Norður-Kóreumenn sagðir hafa slegið vafasamt met sem þeir sjálfir áttu

Norður-Kóreumenn sagðir hafa slegið vafasamt met sem þeir sjálfir áttu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vissi að eitthvað alvarlegt væri að þegar fastakúnni hætti að mæta

Vissi að eitthvað alvarlegt væri að þegar fastakúnni hætti að mæta
Pressan
Fyrir 5 dögum

Svona varð athugasemd á Reddit til þess að skotmaðurinn í Brown-háskóla fannst

Svona varð athugasemd á Reddit til þess að skotmaðurinn í Brown-háskóla fannst
Pressan
Fyrir 5 dögum

Örvæntingarfull fjölskylda og ættingjar leita svara vegna dularfulls andláts stjörnunnar

Örvæntingarfull fjölskylda og ættingjar leita svara vegna dularfulls andláts stjörnunnar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hvarf 3 ára og fannst 42 árum síðar – Hafði ekki hugmynd um að hún væri týnt barn

Hvarf 3 ára og fannst 42 árum síðar – Hafði ekki hugmynd um að hún væri týnt barn