fbpx
Fimmtudagur 20.nóvember 2025
Pressan

Unnusta Conor McGregor hellir sér yfir konuna sem kærði hann fyrir nauðgun

Pressan
Miðvikudaginn 27. nóvember 2024 11:42

Dee Devlin og Conor McGregor. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dee Devlin, unnusta UFC-bardagakappans Conor McGregor, hefur staðið þétt við bakið á sínum manni eftir að hann var fundinn sekur um nauðgun og líkamsárás.

Hin 35 ára gamla Nikita Hand höfðaði einkamál gegn McGregor og bar hann þeim sökum að hafa nauðgað og gengið í skrokk á sér á hóteli í Dublin fyrir sex árum. Var Conor dæmdur til að greiða konunni sem nemur rúmum 35 milljónum króna.

Devlin lét í sér heyra á Instagram í gær þar sem hún tjáði sig um málið og sakaði raunar Nikitu um að hafa McGregor fyrir rangri sök. „Synir mínir verða varaðir við því að konur eins og þú eru til í þessum heimi,“ sagði hún.

Í færslu sinni sagði Devlin að Nikita væri „djammstelpa“ sem hefði sent McGregor djarfar ljósmyndir. „Ímyndaðu þér að vera kona, með eigin kærasta og barn, að senda djarfar myndir af sér til manns sem á fjölskyldu og með barn á leiðinni.“

Devlin sagði þar að auki að Nikita hefði vanrækt eigin börn og farið á fyllerí sem stóð yfir í nokkra daga. „Hvers konar KONA ertu?“

Devlin segist standa við bakið á sínum manni.

„Ég og minn maður höfum skapað okkur fallegt líf saman. Ég elska hann, treysti honum og TRÚI HONUM!,“ sagði hún meðal annars.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Segir sjúkdóm stjörnueiginmannsins hafa haft óvænt áhrif á börn þeirra

Segir sjúkdóm stjörnueiginmannsins hafa haft óvænt áhrif á börn þeirra
Pressan
Í gær

Ferðaðist til Bandaríkjanna í leit að ofbeldisfullum dauðdaga – Fannst í grunnri gröf í Flórída

Ferðaðist til Bandaríkjanna í leit að ofbeldisfullum dauðdaga – Fannst í grunnri gröf í Flórída
Pressan
Fyrir 2 dögum

Finnur fyrir „ógleði“ vegna aldursmunarins í Litla húsinu á sléttunni

Finnur fyrir „ógleði“ vegna aldursmunarins í Litla húsinu á sléttunni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kennsl borin á 5 einstaklinga á þrítugsaldri sem létust í hörðum árekstri

Kennsl borin á 5 einstaklinga á þrítugsaldri sem létust í hörðum árekstri
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump segir að Bill Clinton hafi verið fastagestur á eyju Epsteins – Nýlega afhjúpuð gögn segja annað

Trump segir að Bill Clinton hafi verið fastagestur á eyju Epsteins – Nýlega afhjúpuð gögn segja annað
Pressan
Fyrir 4 dögum

Auðug móðir hvarf ásamt tveimur unglingsstúlkum í Yosemite þjóðgarðinum — Raðmorðinginn sendi teiknað kort til lögreglunnar

Auðug móðir hvarf ásamt tveimur unglingsstúlkum í Yosemite þjóðgarðinum — Raðmorðinginn sendi teiknað kort til lögreglunnar