fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Pressan

Blótaði og gaf fingurinn áður en hann var tekinn af lífi með köfnunarefni

Pressan
Föstudaginn 22. nóvember 2024 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Carey Dale Grayson, tæplega fimmtugur fangi á dauðadeild í Alabama, var tekinn af lífi í gærkvöldi með köfnunarefni. Carey var sakfelldur fyrir hrottafengið morð á 37 ára konu, Vickie deBlieux, árið 1994.

Vickie var numin á brott af fjórum ungmennum þegar hún var á puttaferðalagi frá Tennessee til móður sinnar í Louisiana. Fjórir karlar voru sakfelldir vegna málsins: Hinn 16 ára gamli Louis Mangione var dæmdur í lífstíðarfangelsi en þrír aðrir voru dæmdir til dauða, Kenneth Loggins, Trace Duncan og fyrrnefndur Carey Dale Grayson.

Kenneth og Trace voru báðir 17 ára þegar glæpurinn var framinn og var dómnum yfir þeim breytt í lífstíðarfangelsi árið 2006 en þar sem Carey var orðinn 18 ára þegar morðið var framið stóð dauðadómurinn yfir honum.

Morðið var hrottafengið en Vickie var lamin illa og henni kastað fram af bjargi. Lík hennar fannst fjórum dögum eftir að hún hvarf í febrúar 1994.

Í frétt AP kemur frma að Carey hafi blótað fangavörðum í sand og ösku þegar hann var spurður að því hvort hann vildi segja einhver lokaorð. Var brugðið á það ráð að slökkva á míkrófóni í herberginu og er Carey sagður hafa beint einhverjum orðum að þeim vitnum sem komnir voru til að horfa á aftökuna. Sýndi hann viðstöddum síðan fingurinn.

Grímu var svo komið yfir andlit hans og tíu mínútum síðar var hjarta hans hætt að slá.

Alabama er eina ríki Bandaríkjanna sem notar þessa aðferð í aftökum og er Carey þriðji fanginn sem tekinn er af lífi með þessum hætti á árinu.

Dóttir Vickie, Jodi Haley, tjáði sig við fjölmiðla eftir aftökuna þar sem hún minntist móður sinnar með hlýjum orðum. „Hún var einstök, hún var skemmtileg, hún var villt og fyndin.“

Hún var þó ekki fylgjandi því að Carey yrði tekinn af lífi og benti á að samfélagið hefði brugðist honum þegar hann var ungur maður. Þannig hafi hann verið beittur ofbeldi í æsku og átt mjög erfitt á sínum yngri árum. „Samfélagið brást þessum manni og fjölskyldan mín hefur þjáðst út af því.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Þetta er ekki eðlilegt“ – Tveir sálfræðingar óttast um heilsu forsetans

„Þetta er ekki eðlilegt“ – Tveir sálfræðingar óttast um heilsu forsetans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Móðir brúðgumans hraunaði yfir gest fyrir ósæmilega hegðun í veislunni

Móðir brúðgumans hraunaði yfir gest fyrir ósæmilega hegðun í veislunni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta sagði meinti skotmaðurinn í hópspjalli eftir morð Charlie Kirk

Þetta sagði meinti skotmaðurinn í hópspjalli eftir morð Charlie Kirk
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þú ert líklega ekki að borða nóg af trefjum – Svona bætirðu úr því

Þú ert líklega ekki að borða nóg af trefjum – Svona bætirðu úr því
Pressan
Fyrir 5 dögum

Beit tunguna af geranda sínum og sögð glæpamaðurinn – 41 ári seinna sigraði réttlætið

Beit tunguna af geranda sínum og sögð glæpamaðurinn – 41 ári seinna sigraði réttlætið
Pressan
Fyrir 6 dögum

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri
Pressan
Fyrir 6 dögum

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós