fbpx
Miðvikudagur 15.október 2025
Pressan

Ný veira fannst í Kína – Getur haft áhrif á heilann

Pressan
Laugardaginn 2. nóvember 2024 20:30

Skógarmítill. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vísindamenn hafa uppgötvað nýja veiru, sem berst með mítlum, í Kína. Hún getur borist í fólk og hugsanlega ráðist á heilann.

Veiran hefur fengið nafnið „Wetland veiran“ (WELV). Hún uppgötvaðist fyrst í sjúklingi á sjúkrahúsi í Jinzhou í júní 2019. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem hefur verið birt í vísindaritinu The New England Journal of Medicine.

Sjúklingurinn, sem var 61 árs, var með hita, höfuðverk og uppköst í um fimm daga eftir að hafa verið á stóru votlendissvæði í Innri Mongólíu. Hann sagðist hafa verið bitinn af mítli þar. Sýklalyf höfðu engin áhrif á sjúkdómseinkennin en það benti til að ekki væri um bakteríusýkingu að ræða.

Rannsókn á DNA og RNA í blóði mannsins leiddi í ljós að hann var með áður óþekkta orthonairo-veiru en þetta eru skyldar veirur sem geta borist með mítlum.

WELV hafði ekki fundist í dýrum eða fólki áður. Eftir að veiran uppgötvaðist fóru vísindamenn að leita að henni í mítlum og dýrum í norðurhluta Kína, þar á meðal í votlendinu sem maðurinn hafði heimsótt.

Um 14.600 mítlar voru fangaðir og flokkaðir eftir staðsetningu og tegund og þannig skipt í hópa. Í rúmlega 2% af þessum hópum fannst WELV. Veiran fannst einnig í kindum, hrossum og svínum og nokkrum nagdýrum.

Einnig var leitað að veirunni í blóði fólks og fannst hún í um þrjátíu manns.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Vilhjálmur klökkur í erfiðu samtali

Vilhjálmur klökkur í erfiðu samtali
Pressan
Fyrir 4 dögum

Veiktist illa eftir að hafa tekið sopa af víninu – Nú hefur eiginkonan verið handtekin

Veiktist illa eftir að hafa tekið sopa af víninu – Nú hefur eiginkonan verið handtekin
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hrollvekjandi skilaboð eltihrellis sem segist vera Madeleine McCann opinberuð – „Kæra mamma“

Hrollvekjandi skilaboð eltihrellis sem segist vera Madeleine McCann opinberuð – „Kæra mamma“
Pressan
Fyrir 1 viku

Billjónamæringur afneitar syni sínum með köldum skilaboðum

Billjónamæringur afneitar syni sínum með köldum skilaboðum