fbpx
Miðvikudagur 22.október 2025
Pressan

Af hverju gerðu víkingarnir Norður-Ameríku ekki að nýlendu sinni?

Pressan
Laugardaginn 2. nóvember 2024 17:00

Mynd: Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Víkingar komu til Norður-Ameríku, þar sem nú er Nýfundnaland í Kanada, í kringum árið 1000. En af hverju gerðu þeir svæðið ekki að nýlendu sinni eins og aðrir Evrópubúar gerðu nokkrum öldum síðar?

Þessari spurningu var nýlega velt upp á vef Live Science sem bendir á að í kjölfar fyrstu ferðar Kristófers Kólumbusar yfir Atlantshafið 1492 hafi Spánn og fleiri Evrópuríki staðið fyrir stórfelldu landnámi sem varð til þess að evrópskir landnemar og afkomendur þeirra lögðu stærsta hluta álfunnar undir sig.

En eins og við Íslendingar vitum, þá voru Kristófer Kólumbus og samferðamenn hans ekki fyrstu Evrópubúarnir sem komu til Norður-Ameríku. Eftir að víkingarnir tóku sér bólfestu á Íslandi og Grænlandi á níundu og tíundu öld, náðu þeir til Nýfundnalands í krinum árið 1000. Þeir komu sér upp útvarðstöð í L‘anse aux Meadows og notuðu hana sem útgangspunkt fyrir könnunarferðir um önnur svæði í norðausturhluta Norður-Ameríku. Sögulegar heimildir benda til að þeir hafi síðan komið sér upp annarri útvarðstöð sem nefnist „Hop“ en hún var einhvers staðar þar sem nú er New Brunswick.

En víkingarnir stunduðu ekki stórfellt landnám í Norður-Ameríku, að minnsta kosti ekki í samanburði við það sem aðrir Evrópubúar gerðu eftir 1492.

Live Science bendir á að það sé óljóst hvort víkingarnir hafi haft áhuga á að stækka yfirráðasvæði sitt í Norður-Ameríku og að útvarðstöðvar þeirra hafi verið fámennar og árekstrar við frumbyggja hafi ýtt við víkingunum að hverfa á brott. Aðrir þættir hafi einnig spilað inn í, þar á meðal erfið sjóleið og þéttbýlismyndun í Evrópu og Norður-Ameríku.

Birgitta Wallace, fornleifafræðingur emirítus hjá Parks Canada, hefur unnið mikið að rannsóknum á víkingum í Norður-Ameríku. Hún sagði að víkingarnir hafi ekki haft áhuga á landnámi í Norður-Ameríku á þessum tíma því grænlenska nýlendan þeirra hafi verið ný og verið að stækka en samt sem áður verið mjög lítil. Þegar víkingarnir komu til Vínlands höfðu þeir mestan áhuga á að finna náttúruauðlindir sem þeir gætu nýtt sér til að styðja við nýlenduna á Grænlandi sagði Wallace.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hefja aftur opinberar aftökur – Skotinn til bana fyrir framan þúsundir áhorfenda

Hefja aftur opinberar aftökur – Skotinn til bana fyrir framan þúsundir áhorfenda
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kom að honum á bílastæðinu með blóðuga öxi – Skömmu síðar fundust tvö lík

Kom að honum á bílastæðinu með blóðuga öxi – Skömmu síðar fundust tvö lík
Pressan
Fyrir 3 dögum

Myrti kasólétta hjákonu sína því hann vildi ekki eignast barn með henni – Mun gjalda fyrir það með lífi sínu

Myrti kasólétta hjákonu sína því hann vildi ekki eignast barn með henni – Mun gjalda fyrir það með lífi sínu
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Drottnari múmíanna“ fær reynslulausn – Vel menntaður rithöfundur sem átti sér óhugnalegt leyndarmál

„Drottnari múmíanna“ fær reynslulausn – Vel menntaður rithöfundur sem átti sér óhugnalegt leyndarmál
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ræða heilbrigðisráðherra um sæði unglingsdrengja vekur athygli – „Foreldrar okkar eru ekki að eignast börn“

Ræða heilbrigðisráðherra um sæði unglingsdrengja vekur athygli – „Foreldrar okkar eru ekki að eignast börn“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lögregla búin að gefast upp og hættir leitinni að Gus litla

Lögregla búin að gefast upp og hættir leitinni að Gus litla
Pressan
Fyrir 5 dögum

UFC-goðsögnin talin glíma við óvenjulegan geðsjúkdóm eftir að hafa ítrekað ráðist á móður sína

UFC-goðsögnin talin glíma við óvenjulegan geðsjúkdóm eftir að hafa ítrekað ráðist á móður sína
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ítölsk fyrirsæta látin eftir hrottalega árás

Ítölsk fyrirsæta látin eftir hrottalega árás