fbpx
Mánudagur 24.nóvember 2025
Pressan

Ótrúlegar vendingar í 14 ára gömlu „sjálfsvígsmáli“

Pressan
Miðvikudaginn 13. nóvember 2024 22:00

Helen Bird

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir 14 árum var úrskurðað að Helen Bird, þriggja barna móðir, hefði tekið eigið líf en hún fannst látin í bílskúrnum við heimili hennar í Blackmans Bay í Tasmaníu í Ástralíu. Það var eiginmaður hennar sem kom að henni látinni.

En í nýjum úrskurði dánardómsstjórans Robert Webster kemur fram að eiginmaður Helen, Mark, hafi notað eiturgufur til að gera hana „ósjálfbjarga“ áður en hann setti sjálfsvíg hennar á svið. Hann hafi síðan logið að lögreglunni og hafi í framhaldinu hellt sér yfir lögregluna og sakað hana um „ófullnægjandi“ rannsókn á andláti Helen, sem var hjúkrunarfræðingur.

Mirror skýrir frá þessu og segir að Mark hafi notað eiturgufur til að kæfa Helen. Síðan hafi hann komið síma hennar, ljósmynd og bréfi fyrir á bekk í bílskúrnum til að láta líta út fyrir að hún hefði tekið eigið líf.

Í úrskurði dánardómsstjórans segir að engar sannanir hafi fundist fyrir að Helen hafi minnst á eða hótað að taka eigið líf. Það hafi því ekki verið nein ástæða fyrir hana til að gera tilraunir með kaðla eða aðrar aðferðir til að taka eigið líf.

Dánardómsstjórinn vandar Mark ekki kveðjurnar og segir hann „ótrúverðugan“. Hann hafi verið ófær um að hugsa almennilega um sjálfan sig og hvað þá börn þeirra hjóna en þau voru það sem líf Helen snerist um.

ABC Australia segir að Mark hafni þessum ásökunum algjörlega. Hann hefur haldið því fram að Helen hafi drukkið mikið áfengi kvöldið áður en hún lést. Hann er sagður hafa átt í ástarsambandi við aðra konu þegar Helen lést.

 

 

Ef ein­stak­ling­ar glíma við sjálfs­vígs­hugs­an­ir er bent á Hjálp­arsíma Rauða kross­ins 1717 og netspjall Rauða krossins 1717.is. Opið allan sólarhringinn. Einnig má hafa sam­band við Píeta-sam­tök­in sem veita ókeyp­is ráðgjöf í síma 552-2218, allan sólarhringinn. Netspjall Heilsuveru þar sem svarar hjúkrunarfræðingur er líka opið frá kl.8-22 alla daga. Fyrir þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi má fá stuðning í sorg hjá Sorgarmiðstöð og hjá Pieta samtökunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hataðasta par Bandaríkjanna: Skelltu sér í frí til Mexíkó yfir jólin en skildu ungar dætur sínar eftir einar heima

Hataðasta par Bandaríkjanna: Skelltu sér í frí til Mexíkó yfir jólin en skildu ungar dætur sínar eftir einar heima
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sagðist hafa orðið fyrir hrottalegri árás vegna stjórnmálaskoðana en ekki var allt sem sýndist – „Trump hóra“ 

Sagðist hafa orðið fyrir hrottalegri árás vegna stjórnmálaskoðana en ekki var allt sem sýndist – „Trump hóra“ 
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kýs að deyja á eigin forsendum 25 ára – Hefur barist við sjaldgæfan sjúkdóm alla ævi

Kýs að deyja á eigin forsendum 25 ára – Hefur barist við sjaldgæfan sjúkdóm alla ævi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Viðurstyggð: Par sakfellt fyrir að afhöfða tvö af börnum sínum

Viðurstyggð: Par sakfellt fyrir að afhöfða tvö af börnum sínum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Rússar lokka úkraínsk ungmenni til að fremja voðaverk í eigin landi

Rússar lokka úkraínsk ungmenni til að fremja voðaverk í eigin landi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Verður fyrir viðskiptalegum skakkaföllum vegna hneyklismáls fyrrverandi

Verður fyrir viðskiptalegum skakkaföllum vegna hneyklismáls fyrrverandi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segir sjúkdóm stjörnueiginmannsins hafa haft óvænt áhrif á börn þeirra

Segir sjúkdóm stjörnueiginmannsins hafa haft óvænt áhrif á börn þeirra
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ferðaðist til Bandaríkjanna í leit að ofbeldisfullum dauðdaga – Fannst í grunnri gröf í Flórída

Ferðaðist til Bandaríkjanna í leit að ofbeldisfullum dauðdaga – Fannst í grunnri gröf í Flórída