fbpx
Fimmtudagur 30.október 2025
Pressan

Ótrúlegar vendingar í 14 ára gömlu „sjálfsvígsmáli“

Pressan
Miðvikudaginn 13. nóvember 2024 22:00

Helen Bird

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir 14 árum var úrskurðað að Helen Bird, þriggja barna móðir, hefði tekið eigið líf en hún fannst látin í bílskúrnum við heimili hennar í Blackmans Bay í Tasmaníu í Ástralíu. Það var eiginmaður hennar sem kom að henni látinni.

En í nýjum úrskurði dánardómsstjórans Robert Webster kemur fram að eiginmaður Helen, Mark, hafi notað eiturgufur til að gera hana „ósjálfbjarga“ áður en hann setti sjálfsvíg hennar á svið. Hann hafi síðan logið að lögreglunni og hafi í framhaldinu hellt sér yfir lögregluna og sakað hana um „ófullnægjandi“ rannsókn á andláti Helen, sem var hjúkrunarfræðingur.

Mirror skýrir frá þessu og segir að Mark hafi notað eiturgufur til að kæfa Helen. Síðan hafi hann komið síma hennar, ljósmynd og bréfi fyrir á bekk í bílskúrnum til að láta líta út fyrir að hún hefði tekið eigið líf.

Í úrskurði dánardómsstjórans segir að engar sannanir hafi fundist fyrir að Helen hafi minnst á eða hótað að taka eigið líf. Það hafi því ekki verið nein ástæða fyrir hana til að gera tilraunir með kaðla eða aðrar aðferðir til að taka eigið líf.

Dánardómsstjórinn vandar Mark ekki kveðjurnar og segir hann „ótrúverðugan“. Hann hafi verið ófær um að hugsa almennilega um sjálfan sig og hvað þá börn þeirra hjóna en þau voru það sem líf Helen snerist um.

ABC Australia segir að Mark hafni þessum ásökunum algjörlega. Hann hefur haldið því fram að Helen hafi drukkið mikið áfengi kvöldið áður en hún lést. Hann er sagður hafa átt í ástarsambandi við aðra konu þegar Helen lést.

 

 

Ef ein­stak­ling­ar glíma við sjálfs­vígs­hugs­an­ir er bent á Hjálp­arsíma Rauða kross­ins 1717 og netspjall Rauða krossins 1717.is. Opið allan sólarhringinn. Einnig má hafa sam­band við Píeta-sam­tök­in sem veita ókeyp­is ráðgjöf í síma 552-2218, allan sólarhringinn. Netspjall Heilsuveru þar sem svarar hjúkrunarfræðingur er líka opið frá kl.8-22 alla daga. Fyrir þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi má fá stuðning í sorg hjá Sorgarmiðstöð og hjá Pieta samtökunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Leigubílstjórinn lánaði farþega símann sinn í smástund – Hann átti eftir að sjá eftir því

Leigubílstjórinn lánaði farþega símann sinn í smástund – Hann átti eftir að sjá eftir því
Pressan
Í gær

Fannst látin á einangraðri eyju eftir að skemmtiferðaskip lagði af stað án hennar

Fannst látin á einangraðri eyju eftir að skemmtiferðaskip lagði af stað án hennar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Telur þetta raunverulegu ástæðuna fyrir því að geimverur hafi ekki haft samband við okkur

Telur þetta raunverulegu ástæðuna fyrir því að geimverur hafi ekki haft samband við okkur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fyrrum eiginkona Andrésar Bretaprins á barmi taugaáfalls yfir að missa titlana – „Þau eru stöðugt að rífast og staðan orðin ljót“

Fyrrum eiginkona Andrésar Bretaprins á barmi taugaáfalls yfir að missa titlana – „Þau eru stöðugt að rífast og staðan orðin ljót“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump hækkar tolla á Kanada út af auglýsingu

Trump hækkar tolla á Kanada út af auglýsingu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Slapp úr haldi eftir fimm ár í hryllingshúsi

Slapp úr haldi eftir fimm ár í hryllingshúsi