fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
Pressan

Áttuðu sig fljótt á því hvaða hryllingur hafði átt sér stað

Pressan
Miðvikudaginn 13. nóvember 2024 10:30

Maria Troyanivska var 14 ára þegar hún lést í árás Rússa.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við reyndum að slökkva eldinn en það var ómögulegt. Það var ekki hægt að anda og við þurftum að fara út,“ segir Viktoria, móðir 14 ára gamallar stúlku í Kænugarði, sem lést á heimili sínu í skelfilegri árás rússneska hersins í októbermánuði.

Rússar hafa lagt aukinn kraft í árásir sínar í Úkraínu að undanförnu og í nótt voru til dæmis gerðar sprengjuárásir á höfuðborgina Kænugarð í fyrsta sinn í nokkuð langan tíma.

Viktoria lýsir hryllilegri aðkomu í viðtali við BBC þegar dóttir hennar, Maria Troyanivska, lést eftir að svokölluðum Shahed-dróna var skotið á heimili fjölskyldunnar í úthverfi borgarinnar.

Maria hafði komið snemma heim til sín kvöldið sem árásin var gerð en hún og eiginmaður hennar, Volodomyr, vöknuðu við gríðarlegan hávaða í íbúðinni um nóttina. Þegar þau hlupu út úr herberginu sínu og í átt að herbergi dóttur sinnar áttuðu þau sig fljótt á því hvaða hryllingur hafði átt sér stað.

Dróninn hafði farið í gegnum rúðuna á herberginu og sprungið þar inni. Herbergið varð alelda fljótt og virðist Maria hafa látist samstundis í rúmi sínu.  Vegna elds og reyks gátu þau ekki komið dóttur sinni út úr herberginu og fannst illa leikið lík hennar í herberginu þegar eldurinn hafði verið slökktur.

„Við þurftum hafa kistuna lokaða þegar jarðarförin fór fram. Hún átt engan möguleika,“ segir Viktoria í samtali við breska ríkisútvarpið, BBC.

Í frétt BBC kemur fram að Rússar hafi lagt aukinn þunga í árásir sínar í Úkraínu að undanförnu. Meira en tvö þúsund drónaárásir voru gerðar í nýliðnum októbermánuði sem er það mesta í einum mánuði síðan stríðið hófst snemma árs 2022. Samkvæmt sömu upplýsingum skutu Rússar 1.410 drónum að Úkraínu í september og 818 í ágúst. Í maí, júní og júlí skutu þeir samtals 1.100 drónum.

Shahed-dróni líkt og notaður var í árásinni.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Umdeildur rappari í haldi lögreglu eftir að áhrifavaldur fannst látinn í baðkari

Umdeildur rappari í haldi lögreglu eftir að áhrifavaldur fannst látinn í baðkari
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ræður því sjálfur hvort hann fari í rafmagnsstólinn

Ræður því sjálfur hvort hann fari í rafmagnsstólinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Ég svaf hjá öðrum manni nóttina fyrir brúðkaupið og giftist samt“

„Ég svaf hjá öðrum manni nóttina fyrir brúðkaupið og giftist samt“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakaður um að brugga Angelu Merkel og fleirum banaráð í gegnum vefsvæði hægri öfgamanna

Sakaður um að brugga Angelu Merkel og fleirum banaráð í gegnum vefsvæði hægri öfgamanna
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ráðgáta í Frakklandi: Var að grafa fyrir sundlaug við heimili sitt þegar hann datt í lukkupottinn

Ráðgáta í Frakklandi: Var að grafa fyrir sundlaug við heimili sitt þegar hann datt í lukkupottinn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Spurningar vakna um heilsu Pútíns eftir handaband hans og ungrar konu á dögunum

Spurningar vakna um heilsu Pútíns eftir handaband hans og ungrar konu á dögunum
Pressan
Fyrir 6 dögum

Lík rússneskra hjóna fundust illa leikin í eyðimörk nærri Dubai – Blóðug hefnd fyrir samviskulaus svik

Lík rússneskra hjóna fundust illa leikin í eyðimörk nærri Dubai – Blóðug hefnd fyrir samviskulaus svik
Pressan
Fyrir 6 dögum

Ungur maður nauðgaði ókunnugri konu á sextugsaldri á almannafæri því hann var hreinn sveinn

Ungur maður nauðgaði ókunnugri konu á sextugsaldri á almannafæri því hann var hreinn sveinn