fbpx
Sunnudagur 21.desember 2025
Pressan

Áður heilsuhraustur unglingur þungt haldinn vegna fuglaflensu

Pressan
Miðvikudaginn 13. nóvember 2024 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Unglingur liggur þungt haldinn á gjörgæsludeild í Bresku-Kólumbíu í suðvesturhluta Kanada vegna fuglaflensu.

Drengurinn byrjaði að finna fyrir einkennum þann 2. nóvember síðastliðinn og var lagður inn á sjúkrahús þann 8. nóvember. Rannsókn staðfesti að hann væri með fuglaflensu sem líklega er af stofninum H5N1.

Breska blaðið Guardian greinir frá þessu og segir að drengurinn dvelji á gjörgæsludeild barnaspítalans í Bresku-Kólumbíu með það sem kallast brátt andnauðarheilkenni (ARDS). Á Vísindavefnum segir að einkenni þess séu mikið bólgusvar og vefjaskemmdir og minnkuð geta lungnanna til að koma súrefni yfir í blóðið og þaðan til annarra vefja.

Talið er að þetta sé fyrsta tilvikið af þessu tagi sem kemur upp hjá manneskju í Kanada en flensan hefur greinst í alifuglum í Bresku-Kólumbíu að undanförnu. Drengurinn var heilsuhraustur áður en hann greindist og ekki með neina undirliggjandi sjúkdóma.

Heilbrigðisyfirvöld telja að almenningi stafi ekki hætta af smitinu enda engar vísbendingar um að flensan smitist á milli fólks. Ekki er talið að drengurinn hafi verið í beinni snertingu við smitaða alifugla en hann umgekkst þó „hunda, ketti og skriðdýr“ áður en hann byrjaði að sýna einkenni veikinda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hlógu þegar þeir óku viljandi aftan á reiðhjólamann – Dæmdir í vikunni og hlógu ekki þá

Hlógu þegar þeir óku viljandi aftan á reiðhjólamann – Dæmdir í vikunni og hlógu ekki þá
Pressan
Fyrir 2 dögum

25 ár frá dauða Kirsty MacColl: Fyrrverandi eiginmaður sakar milljarðamæring um yfirhylmingu

25 ár frá dauða Kirsty MacColl: Fyrrverandi eiginmaður sakar milljarðamæring um yfirhylmingu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Opnar sig og sýnir ör eftir brjóstnám – „Ég deili þessum örum með mörgum konum sem ég elska“

Opnar sig og sýnir ör eftir brjóstnám – „Ég deili þessum örum með mörgum konum sem ég elska“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Birta dramatískar myndir af því þegar sonur leikstjórans var handtekinn

Birta dramatískar myndir af því þegar sonur leikstjórans var handtekinn
Pressan
Fyrir 6 dögum

Ótrúlegt myndband af hetjunni í Sydney – „Hann er hetja, 100% hetja“

Ótrúlegt myndband af hetjunni í Sydney – „Hann er hetja, 100% hetja“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Faðir skaut son sinn vegna heimsóknarleysis

Faðir skaut son sinn vegna heimsóknarleysis