fbpx
Föstudagur 02.janúar 2026
Pressan

Áður heilsuhraustur unglingur þungt haldinn vegna fuglaflensu

Pressan
Miðvikudaginn 13. nóvember 2024 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Unglingur liggur þungt haldinn á gjörgæsludeild í Bresku-Kólumbíu í suðvesturhluta Kanada vegna fuglaflensu.

Drengurinn byrjaði að finna fyrir einkennum þann 2. nóvember síðastliðinn og var lagður inn á sjúkrahús þann 8. nóvember. Rannsókn staðfesti að hann væri með fuglaflensu sem líklega er af stofninum H5N1.

Breska blaðið Guardian greinir frá þessu og segir að drengurinn dvelji á gjörgæsludeild barnaspítalans í Bresku-Kólumbíu með það sem kallast brátt andnauðarheilkenni (ARDS). Á Vísindavefnum segir að einkenni þess séu mikið bólgusvar og vefjaskemmdir og minnkuð geta lungnanna til að koma súrefni yfir í blóðið og þaðan til annarra vefja.

Talið er að þetta sé fyrsta tilvikið af þessu tagi sem kemur upp hjá manneskju í Kanada en flensan hefur greinst í alifuglum í Bresku-Kólumbíu að undanförnu. Drengurinn var heilsuhraustur áður en hann greindist og ekki með neina undirliggjandi sjúkdóma.

Heilbrigðisyfirvöld telja að almenningi stafi ekki hætta af smitinu enda engar vísbendingar um að flensan smitist á milli fólks. Ekki er talið að drengurinn hafi verið í beinni snertingu við smitaða alifugla en hann umgekkst þó „hunda, ketti og skriðdýr“ áður en hann byrjaði að sýna einkenni veikinda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Gervierfingi á áttræðisaldri sveik milljarða úr bandarískum bönkum og lagði svo á flótta

Gervierfingi á áttræðisaldri sveik milljarða úr bandarískum bönkum og lagði svo á flótta
Pressan
Fyrir 3 dögum

Blaðamaðurinn sem afhjúpaði Epstein krefst svara – Segir yfirvöld hafa vaktað ferðir hennar

Blaðamaðurinn sem afhjúpaði Epstein krefst svara – Segir yfirvöld hafa vaktað ferðir hennar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Maður fannst afhöfðaður í fiskabúri í leyniherbergi á heimili sínu – Málið þykir hafa átt að vera borðliggjandi en þó enn óupplýst

Maður fannst afhöfðaður í fiskabúri í leyniherbergi á heimili sínu – Málið þykir hafa átt að vera borðliggjandi en þó enn óupplýst
Pressan
Fyrir 5 dögum

12 ára drengur bjargaði mannslífum eftir að leið yfir móður hans undir stýri

12 ára drengur bjargaði mannslífum eftir að leið yfir móður hans undir stýri
Pressan
Fyrir 1 viku

Zelensky óskar Pútín dauða í jólaávarpi

Zelensky óskar Pútín dauða í jólaávarpi
Pressan
Fyrir 1 viku

Stórbruni á sveitabýli í Þýskalandi – Fjölskyldan var að borða jólamáltíðina

Stórbruni á sveitabýli í Þýskalandi – Fjölskyldan var að borða jólamáltíðina
Pressan
Fyrir 1 viku

Ekki batnar það hjá fyrrverandi prinsinum – Nýjar ásakanir gegn Andrési í Epstein-skjölunum

Ekki batnar það hjá fyrrverandi prinsinum – Nýjar ásakanir gegn Andrési í Epstein-skjölunum
Pressan
Fyrir 1 viku

Kraftaverk á jólum: Lögreglumaður sem var skotinn í höfuðið útskrifaður af sjúkrahúsi

Kraftaverk á jólum: Lögreglumaður sem var skotinn í höfuðið útskrifaður af sjúkrahúsi