fbpx
Þriðjudagur 25.nóvember 2025
Pressan

Af hverju roðnum við?

Pressan
Laugardaginn 9. nóvember 2024 15:30

Mynd úr safni. Mynd pxhere.com

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vísindamönnum hefur loksins tekist að finna ástæðuna fyrir að við roðnum stundum. Eflaust roðnar flestir ef ekki allir einhvern tímann á lífsleiðinni en þetta „hrjáir“ fólk þó mismikið. Sumir virðast roðna af minnsta tilefni en aðrir roðna mjög sjaldan.

Til að reyna að komast að ástæðunni þá fengu vísindamenn 40 unglingsstúlkur og ungar konur til liðs við sig. Þeir settu þær síðan í vandræðalegar aðstæður í von um að leysa gátuna.

Stúlkurnar og konurnar voru fengnar til að syngja karaókí og var þetta tekið upp á myndband. Þær fengu ekki að velja lögin sjálfar heldur voru þær látnar syngja fjögur lög sem eru ansi erfið í flutningi. Þetta eru: „All I Want for Christmas Is You“ eftir Mariah Carey; „All the Things You Said“ með t.A.T.u.; „Hello“ með Adele; og „Let It Go“ úr kvikmyndinni „Frosinn“.

Í rannsókninni, sem hefur verið birt í vísindaritinu Proceedings of the Royal Society B, kemur fram að þegar upptökunum var lokið var heili þátttakendanna skannaður með fMRI sem mælir óbeint virkni heilans með því að fylgjast með blóðflæðinu í gegnum hann. Á meðan á fMRI mælingunni stóð var þátttakendunum sýnd upptaka af þeim sjálfum að syngja og af öðrum þátttakanda sem söng á svipuðu stigi og þeir sjálfir. Þeir horfðu einnig á upptöku af atvinnusöngvara á svipuðum aldri syngja sömu lögin.

Til að gera þetta enn vandræðalegra, var þátttakendunum sagt að áhorfendur myndu horfa á upptökurnar með þeim.

Auk þess að fylgjast með virkni taugafruma í heila þátttakendanna, þá mældu vísindamennirnir breytingar á hitastigi kinna þeirra en það er mælikvarði á hversu mikið þeir roðna.

Þátttakendurnir roðnuðu meira þegar þeir horfðu á sjálfa sig syngja miðað við viðbrögð þeirra við söngi annarra. Þeim mun meira sem þær roðnuðu, þeim mun meiri var virkni taugafrumanna í litla heila. Litli heili er það svæði heilans sem stýrir hreyfingum og samhæfingu. Nýjar rannsóknir benda einnig til að hann geti tengst úrvinnslu tilfinninga og fleiri verkefnum.

Annað svæði heilans, sem sýndi meiri virkni þegar þátttakendurnir roðnuðu við að horfa á sjálfa sig, er það sem kemur að frumúrvinnslu sjónrænna þátta. Segja vísindamennirnir að þetta bendi til að það að roðna tengist ekki eingöngu úrvinnslu tilfinninga, heldur einnig þeim boðleiðum heilans sem hjálpa til við að stýra hvert fólk beinir athyglinni. Með öðrum orðum, það að roðna við að sjá upptöku af sjálfum sér virtist gera þátttakendur vandræðalegri en að sjá upptökur af öðrum.

Vísindamennirnir segja að út frá þessu megi ætla að það að hugsa um hugsanir annarra sé ekki eitthvað sem lætur fólk endilega roðna. Það að roðna geti verið hluti af sjálfvirkri örvun sem fólk finnur fyrir þegar það er útsett fyrir einhverju sem skiptir það sjálfu máli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Uppþot á þingi í Ástralíu eftir að þingkona mætti í búrku – „Ef þið viljið ekki sjá mig í þessu – bannið búrkuna“

Uppþot á þingi í Ástralíu eftir að þingkona mætti í búrku – „Ef þið viljið ekki sjá mig í þessu – bannið búrkuna“
Pressan
Í gær

Gerandi í Slender Man-árásinni hrottalegu strauk af áfangaheimili

Gerandi í Slender Man-árásinni hrottalegu strauk af áfangaheimili
Pressan
Fyrir 2 dögum

Skilnaður tók á sig ótrúlega mynd – Ásakanir um glæp í himingeimnum

Skilnaður tók á sig ótrúlega mynd – Ásakanir um glæp í himingeimnum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Táningsstúlka fór fram á þunga refsingu fyrir móður sína

Táningsstúlka fór fram á þunga refsingu fyrir móður sína
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sagðist hafa orðið fyrir hrottalegri árás vegna stjórnmálaskoðana en ekki var allt sem sýndist – „Trump hóra“ 

Sagðist hafa orðið fyrir hrottalegri árás vegna stjórnmálaskoðana en ekki var allt sem sýndist – „Trump hóra“ 
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tekinn af lífi 37 árum eftir hrottalegt morð á yfirmanni sínum

Tekinn af lífi 37 árum eftir hrottalegt morð á yfirmanni sínum