fbpx
Sunnudagur 11.janúar 2026
Pressan

Galnasta samsæriskenning næturinnar? – Halda því fram að konan með Trump sé ekki Melania

Pressan
Miðvikudaginn 6. nóvember 2024 02:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Verður Kamala Harris fyrsta konan til að gegna embætti forseta Bandaríkjanna, eða mun Donald Trump taka við embætti að nýju? Það mun skýrast í nótt þó að endanleg niðurstaða muni ekki liggja fyrir fyrr en eftir einhverja daga.

Furðuleg samsæriskenning fór á flug í dag eftir að Donald Trump mætti á kjörstað í kjördæmi sínu í Flórída þar sem hann skilaði sínu atkvæði. Þótti mörgum eiginkona hans, Melania Trump, ólík sjálfri sér. Í raun svo ólík að því er haldið fram að þetta sé hreinlega einhver allt önnur kona. Má rekja þetta til þess að Melania tók ekki niður sólgleraugun þótt hún væri innandyra.

Sumir netverjar héldu því fram að Melania hafi aldrei tekið af sér gleraugun í dag, en þetta er þó rangt. Hún tók þau niður þegar hún ræddi við fjölmiðlamenn. Eins klæddist hún kjól frá Dior sem hún hefur áður sést í opinberlega.

En samsæriskenningarsmiðir láta gjarnan slíka hluti vefjast fyrir sér. Einn benti á margar meintar sannanir fyrir því að Melaniu hefði verið skipt út fyrir tvífara. Hún væri ekki með eins neglur og vanalega, væri ekki með hringa sem hún klæðist reglulega, á hana vanti hrukkur, hún sé með minni brjóst en vanalega og fleira í þessum dúr.

 

 

 

 

Kjörstöðum hefur víða verið lokað í Bandaríkjunum og hafa fjölmiðlar nú þegar lýst yfir sigri frambjóðenda í tilteknum ríkjum, þó enn eigi eftir að telja mikið af atkvæðum. Fjölmiðlar beita tiltekinni aðferðafræði þar sem þeir lýsa yfir sigri þegar einn frambjóðandi þykir hafa náð nógu góðu forskoti og ef skoðanakannanir sem og söguleg gögn um kosningahegðun íbúa ríkis benda til þess að frambjóðandinn haldi forskotinu.

Flestir stóru miðlarnir hafa lýst Trump sigurvegara kosninganna í Flórída, Tennessee, Oklahoma, Indiana Alabama, Mississippi, Vestur Virginíu, Suður Karólínu, Kentucy og Arkansas. Að sama bragði hefur AP fréttastofan lýst yfir sigri Harris í Delaware, Illinois, Vermont, Rhode Island, Connecticut, New Jersey og Maryland. Samkvæmt því hefur Harris tryggt sér 71 kjörmenn á meðan Trump er kominn með 101. Þau þurfa 270 til að hneppa Hvíta húsið.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Grænlendingur segir að landið sé á barmi borgarastyrjaldar

Grænlendingur segir að landið sé á barmi borgarastyrjaldar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ástkærum reðri rænt af vinsælum veitingastað – Eigandinn óskar eftir aðstoð

Ástkærum reðri rænt af vinsælum veitingastað – Eigandinn óskar eftir aðstoð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta er konan sem var skotin til bana í Minneapolis í gær – 37 ára þriggja barna móðir

Þetta er konan sem var skotin til bana í Minneapolis í gær – 37 ára þriggja barna móðir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vendingar í máli manns sem var rekinn vegna færslu um Charlie Kirk

Vendingar í máli manns sem var rekinn vegna færslu um Charlie Kirk
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stjörnuverjandi segir sig frá Reiner-morðunum – Seinustu skilaboð Michele Reiner voru send til dæmds morðingja

Stjörnuverjandi segir sig frá Reiner-morðunum – Seinustu skilaboð Michele Reiner voru send til dæmds morðingja
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tónlistarkennari ákærður fyrir barnaníð – Sakborningurinn er 33 ára gömul gift móðir

Tónlistarkennari ákærður fyrir barnaníð – Sakborningurinn er 33 ára gömul gift móðir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakar mótleikkonu um að hafa leitt sig í gildru – Neitaði staðgengli í kynlífssenum

Sakar mótleikkonu um að hafa leitt sig í gildru – Neitaði staðgengli í kynlífssenum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Læknanemi sakaður um að hrinda gömlum manni fyrir járnbrautarlest

Læknanemi sakaður um að hrinda gömlum manni fyrir járnbrautarlest