fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
Pressan

Læknir segir þetta það sem deyjandi fólk sér helst eftir

Pressan
Miðvikudaginn 9. október 2024 22:00

Ættingjar hjá konu sem liggur banaleguna.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hvað gerist eftir að við deyjum veit enginn en Dr. Shoshana Ungerleider veit hvernig mörgum líður og hverju þeir sjá mest eftir þegar þeir liggja banaleguna.

Á læknisferli sínum hefur hún fylgt mörgum dauðvona sjúklingum síðasta spölinn og hún hefur tekið eftir því hverju þeir sjá mest eftir í lífinu.

Í samtali við CNBC Make It sagði hún að listi hennar yfir þau fimm algengustu atriðin, sem deyjandi fólk sér eftir, sé áminning til okkar um að reyna að lifa í núinu á besta hugsanlega hátt. „Allt lífið, er núverandi augnablik allt sem við eigum,“ sagði hún.

Þetta eru fimm algengustu hlutirnir sem deyjandi fólk sér eftir:

  1. Að eyða ekki nægum tíma með fólkinu sem við elskum
  2. Að takast ekki á við ótta og að taka ekki næga áhættu
  3. Að vinna of mikið
  4. Að vera ekki nægilega hugrökk gagnvart því óþekkta
  5. Að lifa ekki í núinu

Ungerleider segir að listinn eigi ekki aðeins að hvetja fólk til að hugleiða hvernig það lifir lífinu, hann eigi einnig að fá það til að hugsa um eiginn dauða. Að hennar mati sýna þessi fimm atriði að við eigum að lifa í núinu á besta hugsanlegan hátt til að við sjáum ekki eftir neinu þegar kemur að lífslokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Dick Cheney er látinn

Dick Cheney er látinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Telja sig vita hvert Andrés fyrrum Bretaprins ætli að flýja eftir fjölmiðlafárið

Telja sig vita hvert Andrés fyrrum Bretaprins ætli að flýja eftir fjölmiðlafárið
Pressan
Fyrir 5 dögum

Játaði til að vernda kærustuna sem svo sveik hana – „Þetta var rosaleg ást, er það ekki? Hún var banvæn“

Játaði til að vernda kærustuna sem svo sveik hana – „Þetta var rosaleg ást, er það ekki? Hún var banvæn“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sá eftir glæpnum áratugum síðar og skilaði hinum látna

Sá eftir glæpnum áratugum síðar og skilaði hinum látna