fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
Pressan

Birta myndband af því þegar þeir flugu inn í fellibylinn

Pressan
Miðvikudaginn 9. október 2024 08:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vísindamenn við bandarísku stofnunina NOAA (National Oceanic and Atmospheric Administration) flugu í gær inn í fellibylinn Milton sem búist er við að valdi miklum óskunda þegar hann skellur á strendur Flórída síðar í dag.

Stofnunin notast við tvær Lockeed WP-3D-flugvélar við rannsóknir sínar og búnaður um borð gerir vísindamönnum kleift að safna saman mikilvægum upplýsingum um styrk yfirvofandi fellibylja.

Með þessum upplýsingum er hægt að grípa til ráðstafana áður en í óefni er komið enda búnaðurinn um borð háþróaður og nákvæmur.

Meðfylgjandi myndband er tekið um borð í annarri af flugvélum stofnunarinnar, sem gengur undir nafninu Miss Piggy, og er óhætt að segja að það sé ekki fyrir flughrædda.

Eðli málsins samkvæmt var mikil ókyrrð um borð þegar vélinni var flogið inn í „auga stormsins“.

Vísindamenn gera ráð fyrir því versta þegar Milton gengur á land og hefur viðvörun verið gefin út í alls 28 sýslum í Flórída, einkum á vesturströndinni. Nokkrar milljónir manna hafa verið hvattar til að yfirgefa heimili sín og var umferðaröngþveiti á þjóðvegum Flórída í gær.

Búist er við því að fellibylurinn gangi á land í kvöld að staðartíma, eða um eða eftir miðnætti að íslenskum tíma. Hafa vísindamenn varað við því að fellibylurinn gæti orðið sá versti í Flórída í hundrað ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sá eftir glæpnum áratugum síðar og skilaði hinum látna

Sá eftir glæpnum áratugum síðar og skilaði hinum látna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Starfsmaður veitingastaðar dæmdur í ellefu ára fangelsi fyrir ógeðslegt athæfi

Starfsmaður veitingastaðar dæmdur í ellefu ára fangelsi fyrir ógeðslegt athæfi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ætlaði að koma fyrrverandi kærustunni á óvart og faldi sig inn í skáp – Það endaði með blóðbaði

Ætlaði að koma fyrrverandi kærustunni á óvart og faldi sig inn í skáp – Það endaði með blóðbaði
Pressan
Fyrir 5 dögum

Læknar voru sannfærðir um að hann væri á eiturlyfjum, þangað til þeir kíktu í eyrað á honum

Læknar voru sannfærðir um að hann væri á eiturlyfjum, þangað til þeir kíktu í eyrað á honum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Tekinn af lífi fyrir hrottalegt morð á nágranna sínum – Svona leit síðasta máltíðin hans út

Tekinn af lífi fyrir hrottalegt morð á nágranna sínum – Svona leit síðasta máltíðin hans út
Pressan
Fyrir 6 dögum

Ætlar að senda eftirlitsmenn til að fylgjast með eftirlitsmönnum

Ætlar að senda eftirlitsmenn til að fylgjast með eftirlitsmönnum