fbpx
Miðvikudagur 10.desember 2025
Pressan

Líklega eitt mannskæðasta fjöldamorð síðustu áratuga – Allt að 600 myrtir

Pressan
Þriðjudaginn 8. október 2024 06:30

Hermenn í stjórnarher Búrkínó Fasó á æfingu. Mynd:U.S. Army

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrátt fyrir loforð herforingjastjórnarinnar í Búrkína Fasó um að brjóta uppreisnarsamtök öfgasinnaðra múslima á bak aftur, halda þau áfram að ráðast á hermenn og óbreytta borgara. Eitt mannskæðasta fjöldamorð síðustu áratuga í Afríku gæti hafa átt sér stað í ágúst í landinu.

CNN skýrir frá þessu og vísar í nýtt mat frá frönsku ríkisstjórninni. Í því kemur fram að allt að 600 manns gætu hafa verið myrt í bænum Barsalogho. Þetta eru tvisvar sinnum fleiri fórnarlömb en áður hafði verið skýrt frá.

Það voru öfgasinnaðir múslimar sem stóðu að baki þessu ódæðisverki.

Bæjarbúar voru að sögn beðnir um að grafa skotgrafir til að vernda bæinn. En þann 24. ágúst óku vígamenn á mótorhjólum að nýgröfnum skotgröfunum og skutu fólkið sem var í þeim. Það voru liðsmenn öfgasamtakanna Jama‘at Nusrat al-Islam wal-Muslimin (JNIM) sem voru að verki. Segja samtökin að fórnarlömbin hafi haft tengsl við her landsins og að þau hafi verið 300 talsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Banaslys í Mosfellsbæ

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Laundóttir Pútíns stöðvuð í París: „Fyrir þremur vikum drap faðir þinn bróður minn“

Laundóttir Pútíns stöðvuð í París: „Fyrir þremur vikum drap faðir þinn bróður minn“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hjónin lifðu í miklum lúxus í Dúbaí: Myrt á hrottalegan hátt eftir misheppnaða fjárkúgun

Hjónin lifðu í miklum lúxus í Dúbaí: Myrt á hrottalegan hátt eftir misheppnaða fjárkúgun
Pressan
Fyrir 6 dögum

Leikstjóri fékk milljarða frá Netflix til að gera þætti – Er nú sakaður um að hafa farið á stórbrotið eyðslufyllerí í staðinn

Leikstjóri fékk milljarða frá Netflix til að gera þætti – Er nú sakaður um að hafa farið á stórbrotið eyðslufyllerí í staðinn
Pressan
Fyrir 6 dögum

Kjörinn fulltrúi Repúblikana sökuð um að hafa rænt unglingsdóttur kollega eftir að hann neitaði að sofa hjá henni

Kjörinn fulltrúi Repúblikana sökuð um að hafa rænt unglingsdóttur kollega eftir að hann neitaði að sofa hjá henni