fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
Pressan

Þetta þótti lagaprófessor í Harvard mest sláandi við Trump-skjölin – „Bara toppurinn á hrikalega stórum og skuggalegum ísjaka“ 

Pressan
Fimmtudaginn 3. október 2024 15:30

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Trúnaði var í vikunni létt af greinargerð í sakamáli gegn Donald Trump. Trump er þar sakaður um að hafa staðið fyrir samsæri um að hnekkja úrslitum forsetakosninganna 2020 þar sem hann laut í lægra haldi fyrir Joe Biden.

Um er að ræða 165-blaðsíðna samantekt sem dómari hefur nú létt trúnaði af. Saksóknari málsins, Jack Smith, hefur þar dregið saman allt sem bendi til sektar Trump í málinu. Málið verður þó ekki tekið fyrir fyrr en í fyrsta lagi eftir kosningarnar í nóvember, og þá líklega aðeins ef Trump tapar forsetakosningunum.

Lagaprófessorinn Laurence Tribe hjá Harvard segist ítrekað hafa rekið upp stór augu þegar hann las í gegnum skjalið.

„Ég sagði VÁ um 25 sinnum þegar ég skannaði þetta skjal í fljótu bragði,“sagði Tribe í samtali við CNN. „Ég skal veðja því að það séu 25 önnur atriði þarna sem ég mun rekast á.“

Það helsta sem hefur vakið athygli í skjalinu eru viðbrögð Trump er honum var tilkynnt að varaforsetinn, Mike Pence, hefði verið staddur í þinghúsinu þegar áhlaup var gert á það þann 6. janúar árið 2021. Trump mun hafa brugðist við þeim tíðindum með því að segja: „Og hvað með það?“

Eins hefur það vakið athygli að Trump sagði við fjölskyldu eftir að hann tapaði kosningunum: „Það skiptir ekki máli hvort maður sigrar eða tapar kosningunum, maður þarf samt að berjast eins og skepna.“

Tribe segir að þetta sé þó bara toppurinn á ísjakanum. „Bara toppurinn á hrikalega stórum og skuggalegum ísjaka“

Tribe telur að skjalið hafi að geyma sterkar sannanir um sekt Trump og að saksóknari sé með virka sprengju í höndunum.

Politico hefur gaumgæft samantektina og greint frá því helsta sem þar kemur fram. Meðal annars megi þar greina að Trump hafi verið fullmeðvitaður um að hann hafi tapað og að engin brögð hefðu verið í tafli.

Þar er eins rakið að þegar áhlaupið var gert á þinghúsið 6. janúar 2021 hafi Trump farið mikinn á Twitter þar sem hann meðal annars fordæmdi varaforsetann, Mike Pence, og sakaði hann um að vera heigull fyrir að hafa ekki gefið undan þrýstingi Trump um að hafa afskipti að löggildingu kjörmanna. Trump mun hafa verið staddur einn í borðstofunni í Hvíta húsinu þegar hann skrifaði tístið. Aðstoðarmaður Trump hafði skilið hann einan eftir eftir að forsetinn neitaði að hringja í stuðningsfólk sitt og segja þeim að láta af óeirðunum.

Á sama tíma og Trump tísti gegn Pence var varaforsetinn staddur í þinghúsinu þar sem lífverðir reyndu að koma honum út úr byggingunni og í skjól. Trump sagði, eins og áður greinir, „Og hvað með það?“ þegar honum var tilkynnt að Pence hefði verið í hættu, og Trump bað stuðningsmenn sína ekki um að láta af áhlaupinu fyrr en um korteri síðar.

Saksóknarinn heldur því eins fram að Trump og teymi hans hafi stundað það grimmt að skálda upp tölfræði um kosningasvik, enda hafi ekkert samræmi verið í þeim tölum sem Trump nefndi og áttu þær til að stigmagnast dag frá degi.

Trump hafi eins lofað því viku eftir kjördag að hann væri með yfirþyrmandi sannanir fyrir kosningasvikum. Þessi gögn hafi hann þó aldrei opinberað eða sýnt fram á nokkra sönnun á tilvist þeirra.

Eins sé margt sem bendi til að Trump og bandamenn hans hafi með virkum hætti kynnt undir tortryggni kjósenda og hvatt til upplausnar og óeirða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Umdeildur rappari í haldi lögreglu eftir að áhrifavaldur fannst látinn í baðkari

Umdeildur rappari í haldi lögreglu eftir að áhrifavaldur fannst látinn í baðkari
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ræður því sjálfur hvort hann fari í rafmagnsstólinn

Ræður því sjálfur hvort hann fari í rafmagnsstólinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Ég svaf hjá öðrum manni nóttina fyrir brúðkaupið og giftist samt“

„Ég svaf hjá öðrum manni nóttina fyrir brúðkaupið og giftist samt“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakaður um að brugga Angelu Merkel og fleirum banaráð í gegnum vefsvæði hægri öfgamanna

Sakaður um að brugga Angelu Merkel og fleirum banaráð í gegnum vefsvæði hægri öfgamanna
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ráðgáta í Frakklandi: Var að grafa fyrir sundlaug við heimili sitt þegar hann datt í lukkupottinn

Ráðgáta í Frakklandi: Var að grafa fyrir sundlaug við heimili sitt þegar hann datt í lukkupottinn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Spurningar vakna um heilsu Pútíns eftir handaband hans og ungrar konu á dögunum

Spurningar vakna um heilsu Pútíns eftir handaband hans og ungrar konu á dögunum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Lík rússneskra hjóna fundust illa leikin í eyðimörk nærri Dubai – Blóðug hefnd fyrir samviskulaus svik

Lík rússneskra hjóna fundust illa leikin í eyðimörk nærri Dubai – Blóðug hefnd fyrir samviskulaus svik
Pressan
Fyrir 6 dögum

Ungur maður nauðgaði ókunnugri konu á sextugsaldri á almannafæri því hann var hreinn sveinn

Ungur maður nauðgaði ókunnugri konu á sextugsaldri á almannafæri því hann var hreinn sveinn