fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Pressan

Staðfesta að 40 risastórir gígar eru á botni Lake Michigan – Vita ekki hvernig þeir mynduðust

Pressan
Sunnudaginn 20. október 2024 16:30

Gígarnir eru ansi margir. Mynd:Wisconsin Shipwreck Coast National Marine Sanctuary

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rannsókn á botni Lake Michigan staðfesti að að undarlegir hringir, sem uppgötvuðust þar 2022, eru risastórir gígar. Vísindamenn vita ekki hvernig þeir mynduðust.

Það var fyrir tveimur árum sem sónarmyndir voru teknar af botni vatnsins og sáust hringirnir þá og gátu vísindamenn ekki útskýrt hvað þeir væru. Nú hefur ný rannsókn leitt í ljós að þetta eru risastórar holur, gígar, en vísindamenn segja að enn eigi eftir að svipta hulunni af mörgum leyndarmálum þeirra.

Hringirnir eru náttúrufyrirbæri, það liggur fyrir. Russ Green, sjávarfornleifafræðingur, var einn þeirra sem uppgötvaði þá fyrir tveimur árum. Í samtali við Live Science sagði hann að það sé spennandi að uppgötva eitthvað nýtt í Lake Michigan en þessir hringir standi framar öllu öðru því þeir séu á töluverðu dýpi, um 150 metrum, og ekki hafi verið vitað um tilvist þeirra áður.

Gígarnir eru 6 til 12 metra djúpir og 150 til 300 metrar á breidd að sögn Brendon Baillod, sem fann þá á svipuðum tíma og vísindamennirnir.

Í rannsóknarleiðangri í ágúst fundu vísindamenn um 40 gíga en telja að þeir séu fleiri.  Þeir eru eins og „fullkomnir litlir hringir“ að sögn Steve Ruberg, vísindamanns hjá GLERL.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hún ætlaði bara að skipta peningaseðli – Það reyndist vera besta ákvörðun dagsins

Hún ætlaði bara að skipta peningaseðli – Það reyndist vera besta ákvörðun dagsins
Pressan
Fyrir 2 dögum

Musk er aftur byrjaður að urða yfir fjárlagafrumvarp Trump – „Þetta er algjörlega sturlað“

Musk er aftur byrjaður að urða yfir fjárlagafrumvarp Trump – „Þetta er algjörlega sturlað“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þóttist vera sádiarabískur prins í 30 ár – Beikon varð honum að falli

Þóttist vera sádiarabískur prins í 30 ár – Beikon varð honum að falli
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hvort kom á undan? Hænan eða eggið? Svarið sem beðið hefur verið eftir

Hvort kom á undan? Hænan eða eggið? Svarið sem beðið hefur verið eftir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þriggja ára dóttir glæpaforingjans kom upp um felustað hans – Sjáðu myndbandið

Þriggja ára dóttir glæpaforingjans kom upp um felustað hans – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Eigandi nuddstofu grípur til aðgerða og bannar karlmenn – Ástæðan er þessi

Eigandi nuddstofu grípur til aðgerða og bannar karlmenn – Ástæðan er þessi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þýskir ferðamenn þreyttir á Mallorca – „Of dýrt“

Þýskir ferðamenn þreyttir á Mallorca – „Of dýrt“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Karlmaður glímir við gríðarlega sjaldgæft ofnæmi – Er með ofnæmi fyrir eigin fullnægingum

Karlmaður glímir við gríðarlega sjaldgæft ofnæmi – Er með ofnæmi fyrir eigin fullnægingum