fbpx
Sunnudagur 11.janúar 2026
Pressan

Telja sig hafa fundið aðferð til að endurvekja mannkynið til lífsins milljörðum ára eftir útrýmingu þess

Pressan
Laugardaginn 12. október 2024 13:30

NASA hefur reiknað út hvenær heimsendir verður. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vísindamönnum við University of Southampton hefur tekist að koma erfðamengi manna fyrir á kristal sem getur enst í milljarða ára. Þeir geta hugsanlega enst í milljarða ára eftir að mannkynið deyr út. Telja vísindamennirnir að hugsanlega verði hægt að nota þessa kristala til að endurvekja mannkynið til lífsins ef svo fer að það deyr út.

Vísindamennirnir notuðu lasertæki til að koma upplýsingunum um erfaðmengið fyrir á fimmvíddar kristal sem þeir segja að geti enst í milljarða ára. Ólíkt öðrum geymsluformum slíkra upplýsinga, þá eyðist kristallinn ekki með tímanum.

Sky News segir að í tilkynningu frá háskólanum segir að kristallinn sé eitt endingarbesta efnið sem fyrirfinnst á jörðinni. Hann geti staðið af sér gríðarlega sterk öfl, háan hita og geimgeislun.

Vísindamennirnir vonast til að hægt veðri að nota þessa aðferð í framtíðinni til að skrá erfðamegni plantna og dýra sem eru í útrýmingarhættu.

En það er einn hængur á þessu öllu saman. Hann er að enn búum við ekki yfir tækni til að endurgera fólk, plöntur eða dýr með aðeins upplýsingum um erfðamengi þeirra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Grænlendingur segir að landið sé á barmi borgarastyrjaldar

Grænlendingur segir að landið sé á barmi borgarastyrjaldar
Pressan
Í gær

Ástkærum reðri rænt af vinsælum veitingastað – Eigandinn óskar eftir aðstoð

Ástkærum reðri rænt af vinsælum veitingastað – Eigandinn óskar eftir aðstoð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta er konan sem var skotin til bana í Minneapolis í gær – 37 ára þriggja barna móðir

Þetta er konan sem var skotin til bana í Minneapolis í gær – 37 ára þriggja barna móðir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vendingar í máli manns sem var rekinn vegna færslu um Charlie Kirk

Vendingar í máli manns sem var rekinn vegna færslu um Charlie Kirk
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stjörnuverjandi segir sig frá Reiner-morðunum – Seinustu skilaboð Michele Reiner voru send til dæmds morðingja

Stjörnuverjandi segir sig frá Reiner-morðunum – Seinustu skilaboð Michele Reiner voru send til dæmds morðingja
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tónlistarkennari ákærður fyrir barnaníð – Sakborningurinn er 33 ára gömul gift móðir

Tónlistarkennari ákærður fyrir barnaníð – Sakborningurinn er 33 ára gömul gift móðir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakar mótleikkonu um að hafa leitt sig í gildru – Neitaði staðgengli í kynlífssenum

Sakar mótleikkonu um að hafa leitt sig í gildru – Neitaði staðgengli í kynlífssenum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Læknanemi sakaður um að hrinda gömlum manni fyrir járnbrautarlest

Læknanemi sakaður um að hrinda gömlum manni fyrir járnbrautarlest