fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Pressan

Hlutar af Suðurskautslandinu verða grænni hraðar en talið var að yrði

Pressan
Þriðjudaginn 8. október 2024 19:30

Það er farið að grænka ansi mikið á Suðurskautinu. Mynd:Nature.com

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hlutar af Suðurskautslandinu verða grænni hraðar en talið var að þeir yrðu af völdum loftslagsbreytinganna. Gervihnattarmyndir sýna að þau svæði, sem eru þakin gróðri, hafa stækkað mjög mikið og eru nú tíu sinnum stærri en fyrir áratug og enn bætir í hraðann.

Sky News skýrir frá þessu og segir að 1.300 kílómetra svæði á nyrsta hluta heimsálfunnar gæti orðið útsett fyrir komu ágengra tegunda vegna þessara breytinga.

Miðað við gervihnattarmyndir þá er svæðið nær algjörlega þakið snjó, ís og steinum og plöntur vaxa aðeins á örsmáum hluta þess en þetta „örsmáa svæði hefur stækkað gríðarlega mikið“.

Á einu svæði uxu plöntur á tæplega einum ferkílómetra 1986 en uxu á 12 ferkílómetrum 2021.

Hraði þessara breytinga jókst um 30% frá 2016 til 2021 að sögn vísindamann sem hafa rannsakað þetta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hún ætlaði bara að skipta peningaseðli – Það reyndist vera besta ákvörðun dagsins

Hún ætlaði bara að skipta peningaseðli – Það reyndist vera besta ákvörðun dagsins
Pressan
Fyrir 2 dögum

Musk er aftur byrjaður að urða yfir fjárlagafrumvarp Trump – „Þetta er algjörlega sturlað“

Musk er aftur byrjaður að urða yfir fjárlagafrumvarp Trump – „Þetta er algjörlega sturlað“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu 1.800 ára gömul grafhýsi full af fjársjóðum

Fundu 1.800 ára gömul grafhýsi full af fjársjóðum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Settu tennisbolta í þvottavélina – Ástæðan er algjör snilld

Settu tennisbolta í þvottavélina – Ástæðan er algjör snilld
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þriggja ára dóttir glæpaforingjans kom upp um felustað hans – Sjáðu myndbandið

Þriggja ára dóttir glæpaforingjans kom upp um felustað hans – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Eigandi nuddstofu grípur til aðgerða og bannar karlmenn – Ástæðan er þessi

Eigandi nuddstofu grípur til aðgerða og bannar karlmenn – Ástæðan er þessi