fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
Pressan

Þess vegna elska hundar að sleikja fólk í framan

Pressan
Laugardaginn 5. október 2024 11:30

Hundar sleikja fólk oft í framan.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hundar eru bestu vinir mannsins, alltaf við hliðina á okkur með dillandi skott og glaðleg augu. En hefur þú einhvern tímann hugleitt af hverju hundurinn þinn vill gjarnan sleikja þig í framan? Svarið er bæði heillandi og örlítið ógeðslegt.

Mirror hefur eftir hundaþjálfaranum Terry Dinerman að þessa hegðun hunda megi rekja til ævaforns hæfileika þeirra til að lifa af. Þennan hæfileika erfðu þeir frá villtum forfeðrum sínum.

Þegar hundar lifðu villtir úti í náttúrunni, gleyptu tíkurnar hluta af bráð sinni eftir að hafa lagt hana að velli. Því næstu fóru þær heim í bælið sitt. Þar tóku hvolparnir á móti þeim og sleiktu þær í framan til að vekja ósjálfráð viðbrögð þar sem móðirin ælir bráðinni upp og hvolparnir éta hana.

Það er einmitt þetta sem gerir að verkum að hundar sleikja fólk í framan, þetta er arfleið frá þeim tíma þegar þeir lifðu villtir í náttúrunni.

Það kann að virðast svolítið sóðalegt að láta hund sleikja sig í framan en þetta hefur djúpa tilfinningalega þýðingu því þegar hundurinn sleikir þig í framan er að hann að sýna hversu náin tengsl ykkar eru.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Óvæntar vendingar í sænsku kynferðisbrotamáli – Grunur beinist að meintum þolanda

Óvæntar vendingar í sænsku kynferðisbrotamáli – Grunur beinist að meintum þolanda
Pressan
Í gær

Barnaperri handtekinn eftir 13 ár á flótta – Sviðsetti dauða sinn og skráði sig í skóla

Barnaperri handtekinn eftir 13 ár á flótta – Sviðsetti dauða sinn og skráði sig í skóla
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nýjasta tækið í vopnabúri Pútíns vekur óhug

Nýjasta tækið í vopnabúri Pútíns vekur óhug
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vilja að sænska ríkið fái leyfi til að búa til barnaklám

Vilja að sænska ríkið fái leyfi til að búa til barnaklám