fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
Pressan

Tók sjöfaldan ráðlagðan dagskammt af koffíni áður en hann fór í ræktina

Pressan
Laugardaginn 28. september 2024 10:30

Thomas Mansfield.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tuttugu og níu ára gamall einkaþjálfari sem lést af völdum hjartaáfalls í janúar 2021 hafði skömmu áður drukkið orkudrykk sem innihélt sjöfalt magn ráðlagðs dagskammts af koffíni.

Einkaþjálfarinn, Thomas Mansfield, var í hörkuformi en nokkrar klukkustundir liðu frá því hann drakk orkudrykkinn þar til hann lést. Í millitíðinni hafði hann farið í ræktina og tekið æfingu.

Dánardómstjóri hefur nú skilað niðurstöðu rannsóknar sinnar og í henni eru neytendur hvattir til að fara eftir leiðbeiningum á umbúðum fæðubótarefna og orkudrykkja.

Mansfield, sem var frá Wales, virðist hafa lesið rangt á umbúðir orkudrykkjarins og innbyrt allt að sextánfalt magn af ráðlögðum dagskammti af koffíni.

Robin May, vísindamaður hjá FSA, bresku matvælastofnuninni, segir að þó að koffín sé náttúrulegt efni þá séu dæmi um að fólk innbyrði ómeðvitað allt of mikið magn af því.

„Hreint efni á borð við koffínduft getur verið mjög sterkt þannig að fólk ætti alltaf að fylgja þeim leiðbeiningum sem eru á umbúðunum,“ segir Robin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hringdi inn í útvarpsþátt og sagðist hafa fundið lík – „Gaur, hringdu í lögregluna“

Hringdi inn í útvarpsþátt og sagðist hafa fundið lík – „Gaur, hringdu í lögregluna“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vara eindregið við fjölkærum samböndum

Vara eindregið við fjölkærum samböndum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nauðguðu 18 ára ítalskri konu og létu kærastann hennar horfa á

Nauðguðu 18 ára ítalskri konu og létu kærastann hennar horfa á
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varaforstjóri Campbell’s í vanda eftir að hljóðupptöku var lekið – „Hver kaupir þetta drasl?“

Varaforstjóri Campbell’s í vanda eftir að hljóðupptöku var lekið – „Hver kaupir þetta drasl?“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerandi í Slender Man-árásinni hrottalegu strauk af áfangaheimili

Gerandi í Slender Man-árásinni hrottalegu strauk af áfangaheimili
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vendingar í máli litla drengsins sem hvarf sporlaust fyrir tveimur mánuðum

Vendingar í máli litla drengsins sem hvarf sporlaust fyrir tveimur mánuðum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Táningsstúlka fór fram á þunga refsingu fyrir móður sína

Táningsstúlka fór fram á þunga refsingu fyrir móður sína
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sakamál: Sjúklegt athæfi móður – Giftist börnum sínum – Hvernig var það hægt?

Sakamál: Sjúklegt athæfi móður – Giftist börnum sínum – Hvernig var það hægt?