fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

Fyrrverandi klefafélagi hins grunaða í máli Madeleine McCann varpar sprengju

Pressan
Miðvikudaginn 25. september 2024 14:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Christian Brueckner, þýskur karlmaður sem grunaður er um að hafa numið Madeleine McCann á brott í Portúgal árið 2007, er sagður hafa játað fyrir klefafélaga sínum að hafa numið ónefnda stúlku á brott úr íbúð á Algarve.

Daily Mail greinir frá þessu og vísar í upplýsingar sem komu fram í réttarhöldum sem nú standa yfir í Þýskalandi.

Christian, sem er 47 ára dæmdur kynferðisbrotamaður, er sagður hafa spurt klefafélaga sinn, Laurentiu Codin, hvort hann væri „líka“ í fangelsi vegna brota gegn börnum. Er Christian svo sagður hafa játað að hafa numið stúlku á brott í innbroti á Algarve.

Lengi grunaður um verknaðinn

Eins og kunnugt er nafngreindi þýska lögreglan Christian sumarið 2020 sem hinn grunaða í máli Madeleine. Gekk lögregla út frá því að litla stúlkan hefði verið myrt.

Madeleine var tæplega fjögurra ára þegar hún var numin á brott úr íbúð fjölskyldu sinnar á Praia da Luz. Foreldrar hennar sátu að snæðingi á nálægum veitingastað en Madeleine var ein í íbúðinni sofandi. Þýska lögreglan taldi víst að Christian hefði verið á svæðinu þegar hún hvarf, þannig hafi húsbíll í hans eigu sést nærri Praia da Luz þegar hún hvarf.

Christian er þekktur glæpamaður sem hefur ítrekað gerst uppvís af innbrotum og sekur um kynferðisbrot. Situr hann nú í fangelsi þar sem hann afplánar sjö ára dóm fyrir kynferðisbrot gegn bandarískri konu á Praia da Luz.

Spurði út í DNA-sýni

Réttarhöld fara nú fram yfir Christian í borginni Braunschweig vegna kynferðisbrota sem hann er sakaður um að hafa framið í Portúgal á árunum 2000 til 2017. Meðal vitna í málinu er fyrrverandi klefafélagi Christians, fyrrnefndur Laurentiu Codin. Segir Codin að Christian hafi leyst frá skjóðunni um mál sem minnir um margt á mál Madeleine.

„Hann sagðist hafa verið á svæði þar sem eru mörg hótel og ríkt fólk. Hann sagðist hafa farið inn um opinn glugga, hann sagði mér þetta. Hann var að leita að peningum. Hann sagði mér að hann hefði ekki fundið neina peninga en fundið barn og tekið það. Hann sagði svo að tveimur tímum síðar hafi lögregla og leitarhundar verið út um allt. Þannig að hann fór burt af svæðinu.“

Codin hélt svo áfram:

„Ég er bara að segja ykkur hvað hann sagði mér. Hann sagði mér að ein manneskja hefði verið með honum sem hann reifst við þetta kvöld, einhver kona sennilega. Hann sagðist hafa tekið barnið í bílinn sinn og þegar lögregla og leitarhundar komu á svæðið hafi hann keyrt burt af svæðinu. Hann spurði mig síðan hvort hægt væri að ná í DNA-sýni úr beinum barns sem búið er að grafa.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Stærsti gullfundur sögunnar gæti orðið efnahagsleg martröð fyrir Trump

Stærsti gullfundur sögunnar gæti orðið efnahagsleg martröð fyrir Trump
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hófdrykkjufólk er í aukinni hættu á að fá krabbamein og hjarta- og æðasjúkdóma

Hófdrykkjufólk er í aukinni hættu á að fá krabbamein og hjarta- og æðasjúkdóma
Pressan
Fyrir 3 dögum

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Elon Musk sagður tryggja eigin hagsmuni um leið og hann sker niður hjá öðrum

Elon Musk sagður tryggja eigin hagsmuni um leið og hann sker niður hjá öðrum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Mikil fækkun á komum erlendra ferðamanna til Bandaríkjanna

Mikil fækkun á komum erlendra ferðamanna til Bandaríkjanna