fbpx
Sunnudagur 14.september 2025
Pressan

Vísindamenn telja að goðsögnin um fimbulvetur eigi sér stoð í raunveruleikanum – Tengist Íslandi

Pressan
Þriðjudaginn 24. september 2024 06:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í norrænni goðafræði er meðal annars að finna frásögn um vetur sem stóð yfir í þrjú ár. Ekkert sumar kom í þessi þrjú ár og hefur þessi langi vetur verið kallaður fimbulvetur.

Niðurstaða nýrrar rannsóknar frá danska þjóðminjasafninu bendir til að þetta sé hugsanlega ekki bara goðsögn eða mýta, að þetta hafi í raun og veru gerst á sjöttu öld.

Vísindamenn rannsökuðu 104 eikartré frá sjöttu öld og sáu að þau sýna öll merki um óvenjulegan vöxt á árunum 539 til 541.

„Við sjáum á árhringjunum í trjánum að það hafa verið miklir loftslagsatburðir árið 539 en þá urðu vaxtarskilyrðin mjög slæm því það kólnaði svo mikið,“ hefur Jótlandspósturinn eftir Morten Fischer Mortensen, aðalhöfundi rannsóknarinnar.

Á þessum tíma var stór hluti jarðarinnar hulinn ösku og brennisteinssýru vegna fjölda eldgosa í Mið-Ameríku og hér á landi.

Skriflegar heimildir frá Miðjarðarhafssvæðinu og Kína segja frá óvenjulega daufri sól og korni sem aldrei náði þroska á ökrum.

Nú hafa vísindamenn í fyrsta sinn sýnt fram á að þessara áhrifa hafi gætt í Danmörku. „Við vitum að stór hluti jarðarinnar fann fyrir áhrifum þessara atburða en við höfum aldrei getað sannað að þeirra hafi einnig gætt hér í Danmörku. Nú erum við í fyrsta sinn með áþreifanleg sönnunargögn fyrir að ástandið hafi verið slæmt hérna,“ sagði Mortensen.

Á þessum tíma var Danmörk bændasamfélag og því hafa þrjú löng ár með myrkri og kulda haft skelfilegar afleiðingar fyrir landið. Merki um áhrifin eru þekkt í Danmörku því svæði og þorp voru yfirgefin á þessum tíma og skógar teygðu úr sér og fóru að vaxa á ökrum. Mortensen sagði að líklega hafi margir ekki lifað þetta af.

Rannsóknin hefur verið birt í vísindaritinu Journal of Archaeological Science Reports.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Losnar ekki við óumbeðnar athugasemdir nágrannans – „Ég er ekki hörundsár, en ég hef fengið algjörlega nóg“

Losnar ekki við óumbeðnar athugasemdir nágrannans – „Ég er ekki hörundsár, en ég hef fengið algjörlega nóg“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Birta myndir af meintum morðingja Charlie Kirk og biðja almenning um aðstoð

Birta myndir af meintum morðingja Charlie Kirk og biðja almenning um aðstoð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vasahringing lykilsönnunargögn í óhugnanlegu morðmáli

Vasahringing lykilsönnunargögn í óhugnanlegu morðmáli
Pressan
Fyrir 4 dögum

Móðir stúlku sem dæmd var í lífstíðarfangelsi í Dubai grátbiður um hjálp – „Mjög heimskuleg mistök“

Móðir stúlku sem dæmd var í lífstíðarfangelsi í Dubai grátbiður um hjálp – „Mjög heimskuleg mistök“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Reiði eftir að blásið var til söfnunar fyrir morðingja

Reiði eftir að blásið var til söfnunar fyrir morðingja
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjölskylduharmleikur á sveitasetri – Brostannlæknirinn myrti eiginkonu og dóttur áður en hann tók eigið líf

Fjölskylduharmleikur á sveitasetri – Brostannlæknirinn myrti eiginkonu og dóttur áður en hann tók eigið líf