fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
Pressan

Augnlæknir í Beirút upplifði martröð í vinnunni í gær

Pressan
Miðvikudaginn 18. september 2024 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elias Warrak, sérfræðingur í augnlækningum við Mount Lebanon-háskólasjúkrahúsið í Beirút í Líbanon, segist hafa átt afar erfiðan dag í vinnunni í gær.

Eins og greint hefur verið frá létust tólf og hátt í þrjú þúsund særðust þegar Ísraelsmenn komu fyrir sprengiefni í símboðum liðsmanna Hizbollah-samtakanna. Talið er að Ísraelsmenn hafi verið þarna að verki og þeir komið sprengiefninu fyrir í símboðunum áður en þeim var svo dreift til liðsmanna Hizbollah fyrr á þessu ári. Símboðarnir sprungu svo allir nær samtímis.

Á samfélagsmiðlum mátti sjá myndir af illa slösuðum liðsmönnum samtakanna og voru margir til dæmis illa farnir á höndum og í andliti.

Breska ríkisútvarpið, BBC, ræddi við Warrak og hann lýsti ástandinu á sjúkrahúsinu í gær sem algjörri martröð. Segist hann hafa þurft að fjarlægja fleiri augu í gær en hann hefur gert samtals á 25 ára ferli sínum sem augnlæknir.

„Þetta var hrikalega erfitt. Flestir þeirra sem komu voru ungir karlmenn á þrítugsaldri og í sumum tilfellum þurfti ég að fjarlægja bæði augun,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Foreldrar fá að sjá nöfn og myndir af dæmdum níðingum

Foreldrar fá að sjá nöfn og myndir af dæmdum níðingum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Játaði til að vernda kærustuna sem svo sveik hana – „Þetta var rosaleg ást, er það ekki? Hún var banvæn“

Játaði til að vernda kærustuna sem svo sveik hana – „Þetta var rosaleg ást, er það ekki? Hún var banvæn“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bandaríkjamenn íhuga að banna vinsælan netbeini – Ástæðan er þessi

Bandaríkjamenn íhuga að banna vinsælan netbeini – Ástæðan er þessi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rifjaði upp sögu af því þegar Andrés keypti sér 40 vændiskonur á fjórum dögum í Taílandi

Rifjaði upp sögu af því þegar Andrés keypti sér 40 vændiskonur á fjórum dögum í Taílandi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Neita að svara spurningum um einkasamkvæmi fjölskyldumeðlima í embættisbústaðnum og gagnrýna fréttaflutning harðlega

Neita að svara spurningum um einkasamkvæmi fjölskyldumeðlima í embættisbústaðnum og gagnrýna fréttaflutning harðlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

Trump harðlega gagnrýndur fyrir framkvæmd og útfærslu viðhafnarsalarins – Rak nefndina sem átti að skila umsögn

Trump harðlega gagnrýndur fyrir framkvæmd og útfærslu viðhafnarsalarins – Rak nefndina sem átti að skila umsögn