fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
Pressan

Vinsæll sumarleyfisstaður hefur starfað í tvö ár – Nú er 20 ára bið eftir að komast í frí þar

Pressan
Föstudaginn 6. september 2024 19:00

Það er meðal annars boðið upp á dans í höllinni. Mynd:Camp Château

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sundferð, stjörnuskoðun og jóga er meðal þess sem boðið er upp á í Camp Château í Frakklandi. Þess utan er auðvitað boðið upp á góðan mat.

Camp Château var opnað fyrir ferðamönnum fyrir tveimur árum og eftir aðeins tveggja ára starfsemi er dagljóst að staðurinn hefur slegið í gegn sem sumarleyfisstaður. Nú eru 11.000 konur á biðlista eftir að komast í frí þar. Það þýðir að þær sem eru aftast á biðlistanum komast ekki í frí þar fyrr en eftir 20 ár.

Philippa Girling, eigandi og forstjóri staðarins, sagði í samtali við Euronews Travel að hún geti ekki annað en verið ánægð með vinsældirnar og biðlistann en um leið líði henni illa fyrir hönd þeirra sem hafa skráð sig á biðlistann en munu aldrei geta komist í frí í Camp Château vegna þess að það er 20 ára bið fram undan.

Jóga með útsýni. Mynd:Camp Château

 

 

 

 

 

Það sem gerir Camp Château svo sérstakan sumarleyfisstað er ekki hið fagra umhverfi, sem skemmir auðvitað ekki fyrir, eða söguslóðirnar. Það eru gestirnir sem gera staðinn svo sérstakan en allir gestirnir eru kvenkyns og það er engin tilviljun að sá háttur er hafður á.

Girling fékk hugmyndina að því að opna sumarleyfisstað fyrir konur eftir að hafa starfað í bankageiranum í 30 ár en þar eru karlmenn mjög ráðandi. Hún vildi fara allt aðra leið þegar hún áttaði sig á að hún var orðin þreytt á að konur og minnihlutahópar þurfi að passa inn í ákveðið mynstur.

Boðið er upp á vikudvöl í höllinni. 50 konur geta dvalið þar samtímis og aldursbil gestanna er mikið. Yngsti gesturinn var 19 ára og elsta kona, sem hefur dvalið þarna, er tæplega áttræð.

Gestirnir borða saman. Mynd:Camp Château

 

 

 

 

 

Vikudvöl kostar sem svarar til um 320.000 íslenskra króna. Boðið er upp á fjölda viðburða. Til dæmis jóga, dans, stjörnuskoðun, útreiðar og ostasmökkun. En það er líka í fínu lagi að liggja bara við sundlaugina og slappa af með drykk.

Girling segir að dvölin snúist í einfaldleika sínum um að vera í ró og næði, vinna í sjálfri sér og losa sig við stress.

Gestirnir borða alltaf saman en hægt er að velja á milli þess að sofa í koju í höllinni eða í tveggja manna tjaldi á lóðinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Þrettán ára piltur notaði ChatGTP til að skipuleggja morð á nágranna sínum

Þrettán ára piltur notaði ChatGTP til að skipuleggja morð á nágranna sínum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Átti erfitt með að halda aftur af tárunum þegar hann flutti erfiðustu opnunarræðu ferils síns

Átti erfitt með að halda aftur af tárunum þegar hann flutti erfiðustu opnunarræðu ferils síns
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segja græðgi eigenda hafa valdið því að 25 ungar stúlkur létu lífið í sumarbúðum

Segja græðgi eigenda hafa valdið því að 25 ungar stúlkur létu lífið í sumarbúðum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Telja að ríkir Vesturlandabúar hafi tekið þátt í hrottalegum morðtúrisma sér til skemmtunar

Telja að ríkir Vesturlandabúar hafi tekið þátt í hrottalegum morðtúrisma sér til skemmtunar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Nýjar afhjúpanir í máli hjónanna sem hlutu viðurstyggilegan dauðdaga

Nýjar afhjúpanir í máli hjónanna sem hlutu viðurstyggilegan dauðdaga
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fór út um morguninn að bera út blaðið og kom svo að fjölskyldu sinni látinni – Martröðin var samt bara rétt að byrja

Fór út um morguninn að bera út blaðið og kom svo að fjölskyldu sinni látinni – Martröðin var samt bara rétt að byrja