fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Pressan

Nýr kínverskur tölvuleikur slær öll met – En undir niðri krauma umdeild málefni og ritskoðun

Pressan
Föstudaginn 6. september 2024 17:30

Leikurinn hefur slegið í geng. Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kínverski tölvuleikurinn „Black Myth: Wukong“ sló öll met þegar hann var settur á markaðinn fyrir nokkrum dögum. Leikurinn byggist á einni stærstu kínversku þjóðsögunni og gæti hann orðið vendipunkturinn hvað varðar útbreiðslu kínverskrar menningar, að minnsta kosti í tölvuleikjaheiminum.

Á fyrsta sólarhringnum, eftir að leikurinn var settur á markaðinn, seldust 4,5 milljónir eintaka af honum og 2,1 milljónir spiluðu leikinn samtímis á leikjaþjóninum Steam.

Kínverska tölvuleikjafyrirtækið Game Science gerði leikinn sem byggir á kínversku þjóðsögunni „Ferðin til Vesturlanda“ sem var skrifuð á sautjándu öld. Sagan fjallar um abakonunginn Sun Wukong sem getur breytt sér í manneskjur, dýr og dauða hluti. Sagan hefur verið uppspretta mörg hundruð kvikmynda, sjónvarpsþátta og teiknimynda í gegnum tíðina.

Rétt eftir að spilið var sett á markað kom fram að gagnrýnendur og leikmenn, sem streyma spili sínu beint, hafi fengið sendan lista yfir efni sem þeir mega ekki tala um í umfjöllun sinni eða þegar þeir streyma spili sínu beint.

Meðal þessara efna eru „femínskur áróður“, COVID-19, stjórnmál og kínverski tölvuleikjaiðnaðurinn. BBC skýrir frá þessu. Þetta varð strax mjög umdeilt í Kína og Evrópu og í Evrópu neituðu gagnrýnendur að fara eftir þessum reglum kínverskra stjórnvalda.

Kínverskir fjölmiðlar hafa lofsungið leikinn og sagt að hann muni „neyða vestræna leikjaspilara til að læra um kínverska menningu“ segir Reuters.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Vopnahléi Musk og Trump er heldur betur lokið og auðkýfingurinn hótar öllu illu

Vopnahléi Musk og Trump er heldur betur lokið og auðkýfingurinn hótar öllu illu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Milljarðaverðmæti í gulli eru geymd undir New York – Nú þurfa eigendurnir kannski að flytja það heim

Milljarðaverðmæti í gulli eru geymd undir New York – Nú þurfa eigendurnir kannski að flytja það heim
Pressan
Fyrir 4 dögum

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fundu 1.800 ára gömul grafhýsi full af fjársjóðum

Fundu 1.800 ára gömul grafhýsi full af fjársjóðum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Settu tennisbolta í þvottavélina – Ástæðan er algjör snilld

Settu tennisbolta í þvottavélina – Ástæðan er algjör snilld