fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
Pressan

Ætti ekki að vera hægt – „Þegar ég sé þessar mælingar, veldur það mér áhyggjum“

Pressan
Miðvikudaginn 4. september 2024 08:00

Longyearbyen á Svalbarða/AFP

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta er rosalegt og þegar ég sé þessar mælingar, veldur það mér áhyggjum.“ Þetta sagði danski loftslagsprófessorinn Sebastian Mernild um niðurstöður veðurmælinga á Svalbarða í sumar. Þriðja árið í röð féll hitamet á Svalbarða.

Meðalhitinn í ágúst var 11 gráður á flugvellinum við Longyearbyen en það er 2,6 gráðum hærri hiti en á síðasta ári en þá var metið frá 2022 slegið. Meðalhitinn í sumar var 5 gráðum hærri en meðalhitinn á viðmiðunartímabilinu frá 1991 til 2020.

Það er mjög óvenjulegt að hitamet falli þrjú sumur í röð. „Við höfum skoðað tölur frá öllum veðurathugunarstöðvum í Noregi, þar sem mælingar hafa verið stundaðar lengi, og það hefur aldrei áður gerst að met hafi verið slegið þrjú ár í röð,“ er haft eftir Jostein Mammen, loftslagsfræðingi hjá norsku veðurstofunni, í tengslum við birtingu veðurmælinga ágúst mánaðar á vefnum met.no.

Danska ríkisútvarpið hefur eftir Sebastian Mernild að sumarið á Svalbarða sé mjög athyglisvert. „Það sem við sjáum á Svalbarða er rosalegt, þar hefur hlýnað stöðugt síðustu áratugi og þetta er sá staður á jörðinni þar sem hlýnar hraðast. Þetta er hræðileg þróun,“ sagði hann.

Það athyglisverðasta við hitamet sumarsins er að meðalhitinn í ágúst var 11 gráður við flugvöllinn í Longyearbyen en þar hafa veðurmælingar farið fram síðan 1975.

Hollenski veðurfræðingurinn Dan van den Broek, sem sérhæfir sig í veðurfari á heimskautaslóðum, segir að metið á Svalbarða þetta sumarið sé eiginlega útilokað tölfræðilega séð því líkurnar á að þetta gerist séu minni en einn á móti milljarði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Epstein-málið veldur enn einu fjaðrafokinu – Níðingurinn baktalaði forsetann hressilega í tölvupóstum

Epstein-málið veldur enn einu fjaðrafokinu – Níðingurinn baktalaði forsetann hressilega í tölvupóstum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Mæðgur voru ofsóttar af eltihrelli í 12 ár – „Ég hef loksins fundið þig“

Mæðgur voru ofsóttar af eltihrelli í 12 ár – „Ég hef loksins fundið þig“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Umdeildur rappari í haldi lögreglu eftir að áhrifavaldur fannst látinn í baðkari

Umdeildur rappari í haldi lögreglu eftir að áhrifavaldur fannst látinn í baðkari
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ræður því sjálfur hvort hann fari í rafmagnsstólinn

Ræður því sjálfur hvort hann fari í rafmagnsstólinn
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hjónin sögð taktlaust tvíeyki – „Þetta er svo klisjukennt“

Hjónin sögð taktlaust tvíeyki – „Þetta er svo klisjukennt“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Endalaus hneykslismál liðsmanns Svíþjóðardemókrata – Gat ekki hætt að taka myndbönd af sjálfum sér undir áhrifum

Endalaus hneykslismál liðsmanns Svíþjóðardemókrata – Gat ekki hætt að taka myndbönd af sjálfum sér undir áhrifum
Pressan
Fyrir 1 viku

Ráðgáta í Frakklandi: Var að grafa fyrir sundlaug við heimili sitt þegar hann datt í lukkupottinn

Ráðgáta í Frakklandi: Var að grafa fyrir sundlaug við heimili sitt þegar hann datt í lukkupottinn
Pressan
Fyrir 1 viku

Spurningar vakna um heilsu Pútíns eftir handaband hans og ungrar konu á dögunum

Spurningar vakna um heilsu Pútíns eftir handaband hans og ungrar konu á dögunum