fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
Pressan

Svo mikið vatn gæti verið neðanjarðar á Mars að það gæti þakið yfirborð plánetunnar

Pressan
Sunnudaginn 1. september 2024 18:30

Mars. Mynd: Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Út frá gögnum, sem InSight geimfar bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA aflaði í fjögurra ára löngu verkefni sínu á Mars, telja vísindamenn að svo mikið vatn geti verið undir yfirborðinu á plánetunni að það geti þakið yfirborð hennar allrar með eins til tveggja kílómetra þykku vatnslagi.

Sky News segir að vísindamenn við Kaliforníuháskóla segi að gögnin bendi til að mikið sé af fljótandi vatni undir yfirborði Mars. Þetta byggja þeir á gögnum frá InSight sem lauk störfum 2022.

En sá hængur er á þessu að sögn vísindamannanna að það verður ekki einfalt að finna vatnið. Þeir telja að það sé undir steinum sem mynda miðskorpu plánetunnar  og sé það á 11,5 til 20 km dýpi.

Vashan Wright, einn höfunda rannsóknarinnar og prófessor, sagði að gögnin veiti stórar vísbendingar um þróun Mars. „Að öðlast skilning á hringrás vatns á Mars skiptir sköpum við að skilja þróun loftslagsins, yfirborðsins og annars,“ sagði hann.

Vísindamennirnir byggja niðurstöðurnar meðal annars á upplýsingum frá InSight um hraða jarðskjálftabylgna. Þeir noruðu síðan reiknilíkan til að ákvarða tilvist fljótandi vatns undir yfirborðinu.

Vísindamenn hafa lengi reynt að finna vatn á Mars en kenningar hafa verið settar fram um að það hafi einfaldlega endað úti í geimnum. En niðurstöður nýju rannsóknarinnar benda til að svo hafi ekki verið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sá eftir glæpnum áratugum síðar og skilaði hinum látna

Sá eftir glæpnum áratugum síðar og skilaði hinum látna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Starfsmaður veitingastaðar dæmdur í ellefu ára fangelsi fyrir ógeðslegt athæfi

Starfsmaður veitingastaðar dæmdur í ellefu ára fangelsi fyrir ógeðslegt athæfi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ætlaði að koma fyrrverandi kærustunni á óvart og faldi sig inn í skáp – Það endaði með blóðbaði

Ætlaði að koma fyrrverandi kærustunni á óvart og faldi sig inn í skáp – Það endaði með blóðbaði
Pressan
Fyrir 5 dögum

Læknar voru sannfærðir um að hann væri á eiturlyfjum, þangað til þeir kíktu í eyrað á honum

Læknar voru sannfærðir um að hann væri á eiturlyfjum, þangað til þeir kíktu í eyrað á honum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Tekinn af lífi fyrir hrottalegt morð á nágranna sínum – Svona leit síðasta máltíðin hans út

Tekinn af lífi fyrir hrottalegt morð á nágranna sínum – Svona leit síðasta máltíðin hans út
Pressan
Fyrir 6 dögum

Ætlar að senda eftirlitsmenn til að fylgjast með eftirlitsmönnum

Ætlar að senda eftirlitsmenn til að fylgjast með eftirlitsmönnum