fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Pressan

Foreldrar ósáttir eftir að skólinn setti óvenjulega reglu fyrir nemendur

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 12. ágúst 2024 13:21

Svona klæðaburður er ekki vel séður í skólanum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áður en að skólaárið hófst í Charles-gagnfræðaskólanum í El Paso í Texas í síðustu viku fengu foreldrar barna einkennilegan tölvupóst um nýja reglu sem hefði tekið gildi. Samkvæmt nýju reglunum er nemendum bannað að mæta í svörtum fötum frá toppi til táar.

Dallas Morning News fjallar um þetta en skólastjórnendur báru því við að litir hefðu mikil áhrif á skap nemenda.

Í tölvupóstinum, sem skólastjórinn Nick DeSantis lagði nafn sitt við, kom fram að markmiðið væri að „útrýma“ útliti sem hefði einkennt nemendur á síðasta ári og var þar svartur alklæðnaður nefndur. Slíkur klæðaburður tengdist þunglyndi, geðrænum vandamálum og glæpum.

Foreldrar, bæði núverandi og fyrrverandi nemenda, voru hreint ekki sáttir við þessar nýju reglur og sögðu að forræðishyggjan hefði gengið of langt. Ein móðir benti á að þó að fólk klæðist litríkari fötum sé manneskjan enn sú sama, hvort sem hún glímir við andleg veikindi eða ekki.

Skólinn hefur nú ákveðið að draga í land og sagði í yfirlýsingu að mistök hafi orðið þegar pósturinn var sendur út. Aðeins hefði verið um tilmæli um klæðaburð að ræða en ekki reglur. Málið verði unnið betur og kynnt fyrir bæði foreldrum og nemendum að þeirri vinnu lokinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Vopnahléi Musk og Trump er heldur betur lokið og auðkýfingurinn hótar öllu illu

Vopnahléi Musk og Trump er heldur betur lokið og auðkýfingurinn hótar öllu illu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Milljarðaverðmæti í gulli eru geymd undir New York – Nú þurfa eigendurnir kannski að flytja það heim

Milljarðaverðmæti í gulli eru geymd undir New York – Nú þurfa eigendurnir kannski að flytja það heim
Pressan
Fyrir 3 dögum

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fundu 1.800 ára gömul grafhýsi full af fjársjóðum

Fundu 1.800 ára gömul grafhýsi full af fjársjóðum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Settu tennisbolta í þvottavélina – Ástæðan er algjör snilld

Settu tennisbolta í þvottavélina – Ástæðan er algjör snilld