fbpx
Þriðjudagur 23.desember 2025
Pressan

Hundar finna lykt af stressi fólks og það gerir þá dapra

Pressan
Sunnudaginn 11. ágúst 2024 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hundar geta fundið það á lyktinni þegar fólk er stressað og það virðist gera þá dapra. Hundar hafa fylgt mannkyninu í um 30.000 ár að því að talið er og er þá miðað við DNA-sannanir og mannfræðigögn. Það er því kannski rökrétt að halda að hundar séu góðir í að túlka tilfinningar fólks.

Þeir hafa þróað hæfileika til að lesa í hegðun eigenda sinna og fyrri rannsóknir hafa sýnt að háþróað lyktarskyn þeirra getur greint lyktina af stressi í svita fólks.

Live Science segir að nú hafi vísindamenn komist að þeirri niðurstöðu að hundar geti ekki eingöngu fundið lykt af stressi, það hafi áhrif á tilfinningar þeirra.

Í rannsókninni, sem hefur verið birt í vísindaritinu Scientific Reports, kemur fram að vísindamennirnir hafi notað 18 hunda af ýmsum tegundum. Ellefu sjálfboðaliðar, sem þekktu ekki til hundanna, voru látnir gangast undir álagspróf. Á meðan á prófinu stóð voru sýni tekin af svita í handarkrikum þeirra og sett á efnisbúta. Því næst gengust þátttakendurnir undir afslöppunaræfingu og voru svitasýni tekin á nýjan leik þá. Svitasýni frá þremur af þátttakendunum voru síðan notuð í rannsókninni.

Hundunum var skipt í þrjá hópa og voru þeir látnir þefa af svitasýnum eins hinna þriggja þátttakenda. Áður en það var gert, voru hundarnir þjálfaðir til að vita að matardallur á einum stað innihélt góðgæti og að matardallur á öðrum stað innihélt ekkert.

Á meðan á prófinu stóð voru matardallar, sem innihéldu ekkert, stundum settir á einn af þremur óvenjulegum stöðum.

Í einu prófinu, þegar hundarnir þefuðu af stresssýni og efnisbút án stresssýnis, voru þeir síður líklegir til að nálgast matardallana á óvenjulegu stöðunum. Þetta bendir til að þeir hafi talið að ekkert góðgæti væri í þeim. Fyrri rannsókn hafði sýnt fram á að þegar hundar eiga ekki von á neikvæðri útkomu, þá kemur það fram í skapi þeirra.

Þessi niðurstaða bendir til að þegar hundar eru nærri stressuðu fólki, þá séu þeir svartsýnni á óvissar aðstæður en þegar þeir eru nálægt fólki með afslappaða lykt, þá hefur það ekki þessi áhrif á þá að sögn Zoe Parr-Cortes, aðalhöfundar rannsóknarinnar.

Hún sagði að hundar hafi lifað með okkur í mörg þúsund ár og því hafi stór hluti af þróun þeirra  átt sér stað samhliða þróun okkar. Bæði hundar og fólk séu félagsverur og það séu tilfinningaleg tengsl á milli okkar. Það að hundar hafi getað greint stress hjá einhverjum í hópnum hafi líklega komið sér vel því það hafi gert þeim aðvart um ógn sem annar meðlimur hópsins hafði þá þegar tekið eftir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ungar konur hjálpuðu barni að fremja morð

Ungar konur hjálpuðu barni að fremja morð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vissi að eitthvað alvarlegt væri að þegar fastakúnni hætti að mæta

Vissi að eitthvað alvarlegt væri að þegar fastakúnni hætti að mæta
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hvarf 3 ára og fannst 42 árum síðar – Hafði ekki hugmynd um að hún væri týnt barn

Hvarf 3 ára og fannst 42 árum síðar – Hafði ekki hugmynd um að hún væri týnt barn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hlógu þegar þeir óku viljandi aftan á reiðhjólamann – Dæmdir í vikunni og hlógu ekki þá

Hlógu þegar þeir óku viljandi aftan á reiðhjólamann – Dæmdir í vikunni og hlógu ekki þá
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Þú ert Dauði læknir, eitrari, morðingi. Þú ert smánarblettur læknastéttarinnar“

„Þú ert Dauði læknir, eitrari, morðingi. Þú ert smánarblettur læknastéttarinnar“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Nýjar upplýsingar í máli ferðamanns sem hvarf sporlaust fyrir tveimur árum

Nýjar upplýsingar í máli ferðamanns sem hvarf sporlaust fyrir tveimur árum