fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Pressan

Átta krabbameinslæknar meðal hinna látnu í mannskæðu flugslysi í Brasilíu

Pressan
Sunnudaginn 11. ágúst 2024 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að minnsta kosti átta krabbameinslæknar fórust í flugslysinu í Brasilíu á föstudaginn. Læknarnir voru á leiðinni á ráðstefnu í krabbameinslækningum. Meðal þeirra voru margir læknar sem stóðu framarlega á sínu sviði, sérfræðingar í geislameðferð og í krabbameinslækningum barna. Allt í allt létu 62 lífið í slysinu.

„Þetta var fólk sem helgaði líf sitt því að bjarga öðrum,“ sagði Eduardo Baptistella, meðlimur í læknaráðinu á svæðinu.

Fleiri læknar voru að sækja sömu ráðstefnu en höfðu farið með fyrra flugi.

Myndbönd hafa birst af slysinu þar sem má sjá flugvélina falla stjórnlaust til jarðar.

Tíu einstaklingar sluppu með lífið þar sem þau höfðu fyrir misskilning beðið eftir fluginu við rangt hlið. Þau misstu því að flugvélinni.

„Skjárinn sýndi rangt hlið og þess vegna sátum við 10 þarna þegar við áttuðum okkur á mistökunum. Við hlupum að rétta hliðinu og ég spurði einn starfsmanninn hvort hún gæti ekki hleypt okkur um borð því ég yrði að ná fluginu. Hún sagði að ég væri of seinn og það eina sem væri hægt að gera væri að endurbóka flugið,“ sagði einn farþeginn í samtali við CNN.

Rannsókn á tildrögum slyssins stendur enn yfir en fyrir liggur að flugmaðurinn sendi ekkert neyðarkall. Sérfræðingar telja líklegt að ísing hafi safnast á vængi vélarinnar og valdið því að hún hrapaði.

Flugritinn, eða svokallaður svartur kassi, vélarinnar er fundinn, og mun vonandi gefa skýrari svör um ástæður og tildrög slyssins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Duran aftur til Evrópu
Frá Roma til Besiktas
Pressan
Fyrir 2 dögum

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fundu 1.800 ára gömul grafhýsi full af fjársjóðum

Fundu 1.800 ára gömul grafhýsi full af fjársjóðum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Settu tennisbolta í þvottavélina – Ástæðan er algjör snilld

Settu tennisbolta í þvottavélina – Ástæðan er algjör snilld
Pressan
Fyrir 4 dögum

Íranar leita að fólki til að fremja hryðjuverk á Norðurlöndunum og Þýskalandi

Íranar leita að fólki til að fremja hryðjuverk á Norðurlöndunum og Þýskalandi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Twitter-morðinginn var hengdur í gærkvöldi

Twitter-morðinginn var hengdur í gærkvöldi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Indversk flugvél sendi út neyðarkall – Var að verða eldsneytislaus

Indversk flugvél sendi út neyðarkall – Var að verða eldsneytislaus
Pressan
Fyrir 4 dögum

Svona lengi halda karlmenn að meðaltali út í kynlífinu

Svona lengi halda karlmenn að meðaltali út í kynlífinu