fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Pressan

Myndband sýnir þegar hundur olli eldsvoða á heimili sínu

Pressan
Miðvikudaginn 7. ágúst 2024 13:09

Heimilishundarnir voru ekki alveg að átta sig á alvarleika málsins.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Oft verður mikið bál af litlum neista og það á kannski sérstaklega við þegar liþíum-rafhlöður eru annars vegar.

Hundur einn í Tusla í Oklahoma í Bandaríkjunum olli töluverðu tjóni fyrir skemmstu þegar hann náði sér í ferðahleðslutæki og byrjaði að naga það.

Eftirlitsmyndavél náði atburðarásinni á myndband en á því má sjá hundinn sækja hleðslubankann og fara með hann á dýnu sem var á stofugólfinu. Eftir að hafa nagað hleðslubankann í stutta stund kom eldur upp og varð dýnan fljótt alelda.

Í frétt BBC kemur fram að slökkviliðið í Tulsa hafi birt myndbandið á samfélagsmiðlum um leið og það hvatti fólk til að huga að því hvar það geymir rafhlöðurnar.

Tveir hundar og einn köttur voru í húsinu þegar eldurinn kom upp og tókst þeim að forða sér út um hundalúgu á húsinu.

Slökkvilið kom fljótt á vettvang og tókst að ráða niðurlögum eldsins áður en húsið brann til kaldra kola.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Pulp Fiction-stjarnan fannst liggjandi í eigin blóði á föstudaginn – Dularfull skilaboð fundust við hlið hans

Pulp Fiction-stjarnan fannst liggjandi í eigin blóði á föstudaginn – Dularfull skilaboð fundust við hlið hans
Pressan
Fyrir 3 dögum

Settu líkið í kæli og héldu túrnum áfram – fjölskylda í áfalli eftir dauða á skemmtiferðaskipi

Settu líkið í kæli og héldu túrnum áfram – fjölskylda í áfalli eftir dauða á skemmtiferðaskipi
Pressan
Fyrir 1 viku

Þeir sem heimsækja Bandaríkin þurfi að sýna samfélagsmiðlasögu sína fimm ár aftur í tímann

Þeir sem heimsækja Bandaríkin þurfi að sýna samfélagsmiðlasögu sína fimm ár aftur í tímann
Pressan
Fyrir 1 viku

Faðir ákærður eftir að 13 ára dóttir hans ók inn á skrifstofu – „Þetta leit út eins og sprenging“

Faðir ákærður eftir að 13 ára dóttir hans ók inn á skrifstofu – „Þetta leit út eins og sprenging“