fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
Pressan

Fannst of mikið að gera í vinnunni og kveikti því í

Pressan
Þriðjudaginn 6. ágúst 2024 07:30

Honum fannst of mikið að gera hjá McDonald's.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Joshua Daryl McGregor var nýlega dæmdur í 5 ára fangelsi af dómara í Savannah í Georgíu í Bandaríkjunum fyrir að hafa kveikt í McDonald‘s veitingastað í apríl 2023. Ástæðan fyrir íkveikjunni er að honum fannst of mikið að gera á sunnudagsvaktinni sinni.

Hann kveikti því í pappakassa og henti honum í ruslagám utan við veitingastaðinn en hann var fullur af eldfimu efni. Svo mikill eldur varð úr þessu að þeir sem biðu í röð við bílalúguna urðu að yfirgefa staðinn að sögn WSBTV.

Einnig varð að loka veitingastaðnum og láta alla yfirgefa hann.

McGregor tók þetta allt saman upp með farsímanum sínum.

Áður en hann var handtekinn voru kennsl borin á hann á upptöku úr eftirlitsmyndavél.

Hann játaði að hafa kveikt í.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hver drap næturvaktina fyrir 45 árum? – „Það er kominn tími til að afhjúpa þetta leyndarmál“

Hver drap næturvaktina fyrir 45 árum? – „Það er kominn tími til að afhjúpa þetta leyndarmál“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nýtt og óvænt vopn gegn moskítóflugum er í þróun

Nýtt og óvænt vopn gegn moskítóflugum er í þróun
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stjörnukokkur myrti fyrrverandi og börn þeirra á jóladag

Stjörnukokkur myrti fyrrverandi og börn þeirra á jóladag
Pressan
Fyrir 4 dögum

Orðin þreytt á óboðuðum heimsóknum tengdó og leitar ráða

Orðin þreytt á óboðuðum heimsóknum tengdó og leitar ráða