fbpx
Sunnudagur 18.maí 2025
Pressan

Þrjár stúlkur látnar, 6, 7 og 9 ára: Nágranni varpar ljósi á hinn grunaða

Pressan
Þriðjudaginn 30. júlí 2024 12:30

Mikil sorg ríkir í Southport eftir hina óhugnanlegu árás í gær. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þriðja barnið er látið eftir hnífaárásina í Southport á Englandi í gær en um er að ræða níu ára stúlku sem var flutt alvarlega slösuð á sjúkrahús eftir árásina.

Í gær létust sex og sjö ára gamlar stúlkur af áverkum sínum en fimm börn á aldrinum sex til ellefu ára liggja enn þungt haldin á spítala.

Sautján ára gamall piltur var handtekinn á vettvangi árásarinnar í gær en ekki liggur fyrir hvað honum gekk til. Lögregla telur ekki að um einhvers konar hryðjuverk hafi verið að ræða.

Daily Mail segir að pilturinn hafi verið búsettur í nærliggjandi þorpi ásamt „góðri“ fjölskyldu sinni sem flutti til Bretlands frá Rúanda fyrir mörgum árum. Drengurinn sem er grunaður um verknaðinn er fæddur og alinn upp á Bretlandseyjum.

„Venjulegt barn með mikla orku“

Daily Mail ræddi við nágranna fjölskyldunnar í morgun og var þeim brugðið að heyra að pilturinn væri sá sem er í haldi. Báru þeir fjölskyldunni góða söguna en pilturinn er meðal annars sagður hafa lagt stund á karate þegar hann var ungur.

„Hann var góður drengur, venjulegt barn með mikla orku,“ segir Chico Mbakwe sem kenndi hinum grunaða karate. Faðir drengsins æfði einnig karate með syni sínum og segir Chico að hann hafi ósköp venjulegur og glaðlyndur maður.

„Ég er sorgmæddur að heyra af þessu og ég hugsa til barnabarna minna og hef áhyggjur af öllum þessum hnífaárásum,“ segir Chico sem er 79 ára.

Eitthvað farið mikið úrskeiðis

Fyrrverandi nágranni fjölskyldunnar, sem vildi ekki láta nafns síns getið, segir að fréttir af árásinni hafi komið honum í opna skjöldu. „Það hefur augljóslega eitthvað mikið farið úrskeiðis hjá þessum unga manni. Þetta er skelfilegt,“ segir nágranninn fyrrverandi sem bjó við hlið fjölskyldunnar í Cardiff. Fjölskyldan flutti til Merseyside eftir að faðirinn fékk vinnu í Liverpool fyrir nokkrum árum.

Hann segir að um hafi verið að ræða fjögurra manna fjölskyldu og átti pilturinn sem er grunaður um ódæðið eldri bróður.

„Sá yngri hélt sig meira til hlés á meðan sá eldri var háværari. Ég vissi að foreldrarnir voru frá Rúanda og áttu einhverja sögu um hvernig þau enduðu á Bretlandseyjum en ég vildi ekki hnýsast. Þetta var venjulegt fólk sem reyndi að lifa sínu lífi. Ég talaði stundum við þau yfir girðinguna en kynntist þeim ekki mjög vel. Þau leigðu hér í eitt og hálft til tvö ár,“ segir nágranninn fyrrverandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Spáir deilum á milli Trump og nýja páfans

Spáir deilum á milli Trump og nýja páfans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ótrúleg aðgerð Trump – Vill að innflytjendur geri þetta sjálfir

Ótrúleg aðgerð Trump – Vill að innflytjendur geri þetta sjálfir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lét ChatGPT lesa í kaffibolla og skildi í kjölfarið við eiginmann sinn

Lét ChatGPT lesa í kaffibolla og skildi í kjölfarið við eiginmann sinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dapurleg sjón í yfirgefnum sædýragarði

Dapurleg sjón í yfirgefnum sædýragarði