fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
Pressan

Sönn hetja berst fyrir lífi sínu – Réðst að hnífamanninum og var stungin

Pressan
Þriðjudaginn 30. júlí 2024 09:33

Heidi (til vinstri) slasaðist í árásinni en er ekki í lífshættu á meðan Leanne slasaðist lífshættulega.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er að stórum hluta Leanne Lucas og Heidi Barlow að þakka að ekki fór verr þegar 17 ára piltur, vopnaður hnífi, ruddist inn í dansstúdíó í bænum Southport á Englandi í gær og byrjaði að stinga ung börn af handahófi. Tvö börn eru látin og sex eru alvarlega slösuð eftir árásina.

Leanne og Heidi voru kennarar á umræddu dansnámskeiði sem 25 börn, einkum stúlkur, á aldrinum sex til ellefu ára sóttu.

Árásarmaðurinn réðst að alls ellefu börnum og voru níu flutt á sjúkrahús. Talið er að Leanne og Heidi hafi ráðist að árásarmanninum og slasaðist Leanne lífshættulega þegar manninum tókst að stinga hana. Heidi slasaðist einnig í árásinni en er ekki í lífshættu.

Í frétt Mail Online kemur fram að maðurinn hafi gengið inn um opnar dyr á dansstúdíóinu og byrjaði hann fyrirvaralaust að ráðast að börnunum. Leanne, sem er 35 ára og menntaður kennari, er eigandi stúdíósins.

Námskeiðið byrjaði klukkan 10 í gærmorgun að staðartíma og átti námskeiðinu að ljúka klukkan 12. Rétt áður en námskeiðinu lauk, eða klukkan 11:47, gekk hinn ungi hnífamaður inn. Ekki er vitað hvað honum gekk til.

Lögregla sagði í gær að tvær konur hefðu verið fluttar á sjúkrahús með áverka eftir eggvopn eftir að hafa reynt að verjast árásarmanninum og koma í veg fyrir að hann réðist á fleiri börn. Eru konurnar sem um ræðir Leanne og Heidi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Kennir vinsælli vöru um dauða eiginkonunnar – „Þetta fyrirtæki verður að axla ábyrgð“

Kennir vinsælli vöru um dauða eiginkonunnar – „Þetta fyrirtæki verður að axla ábyrgð“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fyrsta brúðkaup í Notre Dame í þrjá áratugi – Erkibiskupinn gaf sérstakt leyfi

Fyrsta brúðkaup í Notre Dame í þrjá áratugi – Erkibiskupinn gaf sérstakt leyfi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fyrrverandi fréttakona grunuð um voðaverk á hrekkjavökunni

Fyrrverandi fréttakona grunuð um voðaverk á hrekkjavökunni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ótrúlegt sakamál í Bretlandi – Bæjarfulltrúi ákærður fyrir að kúga þingmann

Ótrúlegt sakamál í Bretlandi – Bæjarfulltrúi ákærður fyrir að kúga þingmann
Pressan
Fyrir 4 dögum

13 ára gömlum var honum rænt af heimili sínu, pyntaður í 43 tíma og svo skotinn í bakið – lifði af en situr eftir stórskuldugur

13 ára gömlum var honum rænt af heimili sínu, pyntaður í 43 tíma og svo skotinn í bakið – lifði af en situr eftir stórskuldugur
Pressan
Fyrir 4 dögum

Áhrifavaldur á Youtube ákærður fyrir dreifa barnaníðsefni

Áhrifavaldur á Youtube ákærður fyrir dreifa barnaníðsefni