fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Pressan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Pressan
Fimmtudaginn 11. júlí 2024 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tannlæknar vara fólk við ákveðnum ávönum sem eru til þess fallnir að gera tannlækna ríka því þessir ávanar valda tannskemmdum.

Í grein í The New York Times benda tannlæknar á þá ávana sem valda því oftast að Bandaríkjamenn þurfa að leita til tannlæknis.

Poppkorn – Ekki tyggja poppkorn sem poppast ekki. Það að maula þennan litla harða kjarna, sem er bragðlaus og festist næstum örugglega á milli tanna, getur brotið tennur.

Ísmolar – Diana Nguyen, tannlæknir hjá Kaliforníuháskóla, segir að ísmolar eigi sök á fjölda brotinna tanna. Þegar fólk tyggur ísmola, geta komið litlar rispur í glerunginn og með tímanum geta þær þróast yfir í sprungur sem kalla síðan á rótfyllingu eða jafnvel krónu. Í verstu tilfellum getur þetta endað með því að rífa þarf tönnina úr.

Kúlupennar -Já, það er rétt, tannlæknarnir nefna kúlupenna til sögunnar. Það að naga kúlupenna getur brotið tennur.

Orkudrykkir – Tannlæknarnir segja að rannsókn hafi sýnt að orkudrykkir séu verri fyrir tennurnar en kóladrykkir því sýrustig þeirra er oft hærra. Sýran eyðir glerungnum. Það allra versta er að bíða með að kyngja orkudrykknum og láta hann liggja í munninum því þá eru tennurnar í sýrubaði. Ef fólk getur ekki sleppt því að drekka orkudrykki, þá ráðleggja tannlæknarnir því að drekka þá eins hratt og hægt er og skola síðan munninn með vatni.

Tannburstun – Tannlæknarnir ráðleggja fólki að tannbursta sig ekki skömmu eftir að það hefur drukkið orkudrykki, gosdrykki og aðra drykki með hátt sýrustig. Ástæðan er að tannburstinn getur skaðað glerunginn enn meira því tennurnar eru í sýrubaði.

Veip – Tannlæknarnir benda á að veip er ekki gott fyrir tennurnar. Það er svo sem vitað að reykingar eru ekki góðar fyrir tennurnar en margir vita eflaust ekki að veip er jafn slæmt fyrir þær.

Flúor – Tannlæknarnir hvetja fólk til að nota tannkrem með flúori.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Harmleikur á Englandi: 12 ára drengur látinn eftir samfélagsmiðlaáskorun

Harmleikur á Englandi: 12 ára drengur látinn eftir samfélagsmiðlaáskorun
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ók svo hratt að ratsjá lögreglunnar gat ekki mælt hraðann

Ók svo hratt að ratsjá lögreglunnar gat ekki mælt hraðann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hvort kom á undan? Hænan eða eggið? Svarið sem beðið hefur verið eftir

Hvort kom á undan? Hænan eða eggið? Svarið sem beðið hefur verið eftir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu 1.800 ára gömul grafhýsi full af fjársjóðum

Fundu 1.800 ára gömul grafhýsi full af fjársjóðum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump illa sáttur með gælunafnið sem framkvæmdastjóri NATO gaf honum – „Pabbi er kominn heim“

Trump illa sáttur með gælunafnið sem framkvæmdastjóri NATO gaf honum – „Pabbi er kominn heim“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þriggja ára dóttir glæpaforingjans kom upp um felustað hans – Sjáðu myndbandið

Þriggja ára dóttir glæpaforingjans kom upp um felustað hans – Sjáðu myndbandið