fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Pressan

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts

Pressan
Fimmtudaginn 11. júlí 2024 07:30

Vatn fer að verða vanfundið víða um heim. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er vatnsskortur víða á ítölsku eyjunni Sikiley og svo rammt kveður að honum í strandbænum Agrigento að þar er byrjað að vísa ferðamönnum frá því ekki er hægt að tryggja þeim vatn á meðan á dvöl þeirra stendur.

CNN skýrir frá þessu og segir að þetta eigi meðal annars við um lítil hótel og gistihús því þar er ekki alltaf nægt vatn til að hægt sé að sturta niður, þvo sér um hendurnar eða fara í bað.

Giovanni Lopez, sem rekur gistihús í bænum, sagði að eðlilega spyrji fólk um hvort það verði nægt vatn þegar það kemur og hann viti ekki hverju hann á að svara.

Þessi alvarlega staða segir fljótt til sín í ferðamannageiranum og það er alvarlegt fyrir þetta svæði því næstum allir íbúarnir hafa viðurværi sitt af ferðamönnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Nýr ferðamannaskattur vekur reiði – Borgaðu fyrir útsýnið

Nýr ferðamannaskattur vekur reiði – Borgaðu fyrir útsýnið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sagan sem snart heimsbyggðina – Robbie Middleton má aldrei gleymast

Sagan sem snart heimsbyggðina – Robbie Middleton má aldrei gleymast
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Pabbi minn gerði þetta og hann gerði það viljandi,“ var það seinasta sem 12 ára drengurinn sagði áður en hann lést

„Pabbi minn gerði þetta og hann gerði það viljandi,“ var það seinasta sem 12 ára drengurinn sagði áður en hann lést
Pressan
Fyrir 4 dögum

Musk er aftur byrjaður að urða yfir fjárlagafrumvarp Trump – „Þetta er algjörlega sturlað“

Musk er aftur byrjaður að urða yfir fjárlagafrumvarp Trump – „Þetta er algjörlega sturlað“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni