fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Pressan

Óhugnanlegt myndband sýnir drukkinn ökumann aka á hjólreiðamann

Pressan
Fimmtudaginn 20. júní 2024 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinn 69 ára gamli Tom Geppert segir að hann sé hreinlega heppinn að vera á lífi eftir að drukkinn ökumaður ók aftan á hann þar sem hann var á reiðhjóli skammt frá Dallas Fort Worth-alþjóðaflugvellinum síðastliðinn mánudag.

Bifreið af gerðinni Subaru Forester var ekið á miklum hraða aftan á Geppart og annan hjólreiðamann, hina 65 ára gömlu Deborah Eads, með þeim afleiðingum að bæði féllu í götuna og slösuðust.

New York Post fjallar um málið og birtir myndband af atvikinu, en í Subaru-bifreiðinni var hinn 31 árs gamli Benjamin Hylander sem hafði drukkið töluvert magn af áfengi áður en hann settist undir stýri.

„Skyndilega fann ég eitthvað skella aftan á mér. Ég féll svo til hægri og það er um það bil það síðasta sem ég man,“ segir Geppart sem rotaðist í slysinu. Hann var færður undir læknishendur og kom þá í ljós að hann hafði fengið heilahristing og skrámur hér og þar. Hann slapp þó við beinbrot, sem betur fer.

Geppart og Deborah voru í hópi nokkurra hjólreiðamanna þegar slysið varð en Benjamin stöðvaði bifreið sína á bensínstöð skammt frá vettvangi þar sem hann var handtekinn.

Í bifreið hans fundust nokkrar tómar bjórdósir og viðurkenndi hann að hafa drukkið áfengi um klukkustund áður en hann settist undir stýri. Hann gæti átt þungan dóm yfir höfði sér og er í haldi lögreglu uns málið fer fyrir dóm.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Þetta er ekki eðlilegt“ – Tveir sálfræðingar óttast um heilsu forsetans

„Þetta er ekki eðlilegt“ – Tveir sálfræðingar óttast um heilsu forsetans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Móðir brúðgumans hraunaði yfir gest fyrir ósæmilega hegðun í veislunni

Móðir brúðgumans hraunaði yfir gest fyrir ósæmilega hegðun í veislunni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta sagði meinti skotmaðurinn í hópspjalli eftir morð Charlie Kirk

Þetta sagði meinti skotmaðurinn í hópspjalli eftir morð Charlie Kirk
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þú ert líklega ekki að borða nóg af trefjum – Svona bætirðu úr því

Þú ert líklega ekki að borða nóg af trefjum – Svona bætirðu úr því
Pressan
Fyrir 5 dögum

Beit tunguna af geranda sínum og sögð glæpamaðurinn – 41 ári seinna sigraði réttlætið

Beit tunguna af geranda sínum og sögð glæpamaðurinn – 41 ári seinna sigraði réttlætið
Pressan
Fyrir 6 dögum

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri
Pressan
Fyrir 6 dögum

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós