fbpx
Mánudagur 15.september 2025
Pressan

Lýtalæknir gerði aðgerð á eiginkonu sinni  – Það endaði með ósköpum

Pressan
Miðvikudaginn 19. júní 2024 11:30

Hjónin saman á góðri stund.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandarískur lýtalæknir gæti átt þungan dóm yfir höfði sér eftir að hafa framkvæmt aðgerð á eiginkonu sinni með þeim afleiðingum að hún lést.

Læknirinn sem um ræðir heitir Benjamin Brown og er 41 árs en eiginkona hans, Hillary Brown, var 33 ára þegar hún lést í nóvember síðastliðnum af völdum hjartastopps.

CBS segir að Benjamin hafi sýnt af sér vítaverða vanrækslu þegar eiginkona hans fór í hjartastopp í aðgerðinni. Hann hafi til dæmis ekki hringt strax eftir aðstoð og ekki hafið endurlífgunartilraunir fyrr en of seint.

Hefur Benjamin af þeim sökum verið ákærður fyrir manndráp af annarri gráðu og gæti átt yfir höfði sér að lágmarki 20 ára fangelsi. Faðir Hillary, Marty Ellington, var ómyrkur í máli eftir dauða dóttur sinnar og sagði að „egó og sjálfselska“ tengdasonarins hafi átt þátt í því hvernig fór.

Benjamin var að gera nokkrar aðgerðir á eiginkonu sinni þegar hún lést, þar á meðal fitusog á handleggjum og andlitslyftingu.

Eftir að Hillary fór í hjartastopp var Benjamin spurður af aðstoðarkonu sinni hvort hún ætti að hringja eftir aðstoð en hann svarað neitandi eða sagt henni að bíða með það. Aðstoðarkonan, sem hafði ekki starfað lengi fyrir Benjamin, hlýddi skipunum hans. Hillary var haldið sofandi í öndunarvél eftir aðgerðina en lést nokkrum dögum síðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fékk ekki hlutverkið sem hann sóttist eftir – Leikstjórinn vildi ekki „Luke Skywalker“

Fékk ekki hlutverkið sem hann sóttist eftir – Leikstjórinn vildi ekki „Luke Skywalker“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Myrti börnin sín – Líkin fundust fjórum árum síðar í ferðatöskum keyptum á netuppboði

Myrti börnin sín – Líkin fundust fjórum árum síðar í ferðatöskum keyptum á netuppboði
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ætla að refsa útlendingum sem gera lítið úr andláti Charlie Kirk

Ætla að refsa útlendingum sem gera lítið úr andláti Charlie Kirk