fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Pressan

Svartbjörn varð konu að bana í Kaliforníu – Hefur aldrei gerst áður

Pressan
Miðvikudaginn 12. júní 2024 07:30

Svartbjörn. Mynd:US Fish and Wildlife Service

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega voru lögreglumenn sendir að heimili hinnar 71 árs Patrice Miller í Downieville í Kaliforníu því ekkert hafði heyrst frá henni í nokkra daga.

Þegar lögreglumennirnir komu að heimili hennar fundu þeir bjarndýraskít á sólpallinum, dyrnar höfðu verið brotnar upp og lík Patrice inni í húsinu.

Sky News segir að samkvæmt því sem Mike Fisher, lögreglustjóri, hafi sagt við staðarfjölmiðla þá virðist sem björninn hafi haldið til í húsinu í nokkra daga og étið hluta af líkinu.

Í fyrstu var gengið út frá því að Patrice hefði verið látin þegar björninn kom og að það hafi verið nályktin sem lokkaði hann að húsinu. En krufning og DNA-rannsókn leiddu í ljós að björninn drap Patrice.

Þetta er fyrsta þekkta tilfellið í Kaliforníu þar sem svartbjörn hefur orðið manneskju að bana.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Endurfundir Harry og Karls helmingi lengri en þeir síðustu – Lét falleg orð falla um föður sinn

Endurfundir Harry og Karls helmingi lengri en þeir síðustu – Lét falleg orð falla um föður sinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Er þetta maðurinn sem skaut Charlie?

Er þetta maðurinn sem skaut Charlie?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Segja spennu ríkja milli Trump og RFK og að forsetinn sé milli steins og sleggju

Segja spennu ríkja milli Trump og RFK og að forsetinn sé milli steins og sleggju
Pressan
Fyrir 5 dögum

Á yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi eftir að hún skráði hundinn sinn á kjörskrá

Á yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi eftir að hún skráði hundinn sinn á kjörskrá